Í gærkvöldi sendu Reykjavíkurdætur frá sér nýtt lag. Lagið ber titilinn Kalla mig hvað? og er það pródúserað af Marteini einnig þekktur sem BNGRBOY. Hljóðblöndun og upptaka var í höndum Gests Sveinssonar.
SKE spjallaði við Steinunni Jónsdóttur í gær og sagði hún okkur um lagið í stuttu máli:
„Við frumfluttum lagið í beinni hjá hollenska ríkissjónvarpinu þegar við spiluðum á Eurosonic tónlistarhátíðinni. Við tókum upp myndband fyrir viku og ætlum að halda heljarinnar frumsýningarpartý á valentínusardaginn sem öllum elskendum er boðið í þannig bara um að gera að fólk byrji að leita sér að deiti … einnig er Kylfan með frábært ,comeback’ í laginu – nýskriðin úr fæðingarorlofi.“
– Steinunn Jónsdóttir
Myndbandið mun rata inn á ske.is á næstu vikum.