Auglýsing

„Ríð bítinu þangað til að ég verð bílveikur.“ – Kíló

Rapparinn Kíló, oftast kenndur við Keflavík, sendi frá sér myndband við lagið Magnifico í dag. Leikstjóri myndbandsins er Þorbjörn Einar Guðmundsson (einnig þekktur sem Basic-B) og sá hann einnig um að klippa myndbandið. Lagið sjálft er pródúserað af BLKPRTY.

Aðspurður út í hugmynd lagsins lét Kíló eftirfarandi ummæli falla:

„Ég er sjaldan með eitthvað ,concept’ fyrir lögin mín. Mér finnst gaman að gera ,BANGERS’ (SKE: sumsé, grípandi lög sem státa sig af sterkum, fyrirferðamiklum bítum). Fyrir mér þýðir ,Magnifico’ einfaldlega þetta: Stay fresh 24/7, look good, rap good, be good.“

– Kíló

Myndbandið hefur fengið hlýjar móttökur á samfélagsmiðlum. Kíló kemur fram á Paloma næstkomandi laugardag ásamt Valby bræðrum, Balatron og fleirum.

Orð. RTH

(Til gamans má geta að fyrirsögn greinarinnar er tilvísun í texta lagsins: „Ride the beat till I get carsick.“)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing