Nýverið tilkynntu aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Secret Solstice að breski rapparinn Roots Manuva komi til með að stíga á svið í sumar, en það má með sönnu segja að Laugardalurinn verði vettvangur ákveðinnar rappveislu í júní.
Fram koma erlendir Hip-Hop listamenn á borð við Rick Ross, Big Sean, Anderson .Paak, Young MA, Pharoahe Monch, Dave, Foreign Beggars og fleiri (ásamt íslenskum listamönnum eins og Alviu Islandia, Emmsjé Gauta, Aroni Can, Gísla Pálma, GKR, Kilo og fleirum).
Í tilefni þess að Roots Manuva kemur fram á Solstice í sumar, grófu umsjónarmen
útvarpsþáttarins Kronik á X inu 977 upp gamla upptöku þar sem rapparinn semur
vísur að munni fram yfir hin og þessi bít í beinni (sjá hér fyrir ofan). Samkvæmt
umsjónarmönnum þáttarins er upptakan frá árinu 1996, þegar Roots Manuva kom fram á Rósenberg í Reykjavík.
Big up daddy Skits and big up to Rampage /
Dj Fingaprint! hah! /– Roots Manuva
Hér fyrir neðan er svo lagið Witness the Fitness, sem margir aðdáendur Roots Manuva bíða eflaust spenntir eftir að heyra í sumar.