10. þáttur útvarpsþáttarins Kronik fór í loftið síðastliðið laugardagskvöld (11. febrúar). Gestir þáttarins voru þau Salka Valsdóttir, Þuríður Blær Jóhannsdóttir og Jóhanna Rakel Jóhannsdóttir úr hljómsveitinni CYBER, samstarfsverkefni sem á rætur sínar að rekja til Reykjavíkurdætra.
Ásamt því að spjalla stuttlega við Róbert Aron og Benedikt Frey tók Salka Valsdóttir einnig eins mínútna „hráku“ („spit“ eða rapp).
CYBER gaf út EP plötuna BOYS síðastliðinn 1. janúar 2017. Lesendur geta nálgast viðtal við tvíeykið á ske.is hér fyrir neðan:
https://ske.is/grein/tok-edru-v…