Auglýsing

Schoolboy Q í bleikri „Girl Power“ peysu á Grammy’s

Rapparinn Schoolboy Q var viðstaddur Grammy verðlaunahátíðina sem fram fór í Los Angeles síðastliðið sunnudagskvöld en hann var tilnefndur í flokki Rappplata ársins (Blank Face LP) og Besta frammistaða á sviði rapps (That Part feat. Kanye West). 

Schoolboy Q, sem heitir réttu nafni Quincey Hanley, lét sjá sig á rauða dreglinum ásamt dóttur sinni, Joy. Feðginin vöktu athygli fjölmiðla sökum þess að Joy var íklædd bleikum jakkafötum sem voru jafnframt í stíl við peysu föður síns: bleik hettupeysa með orðunum Girl Power í stórum stöfum á framanverðri flíkinni.

Aðspurður út í peysuna svaraði Schoolboy Q með því að vísa í mikilvægi föðurhlutverksins:

„Það kennir ýmissa grasa í málefnum kvenna þessa dagana og ég er hér til þess að styðja við bakið á þeim. Ég gæti mótmælt en þar sem ég á litla stelpu sjálfur finnst mér að þetta byrji hér – með því að upplýsa hana um stöðu mála; kenna henni hvernig karlmenn eigi að koma fram við hana; og að láta hana vita að hún eigi virðingu skilið.“

– Schoolboy Q

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing