Auglýsing

Sjáðu viðtal Rick Rubin við Kendrick Lamar (myndband)

Rapparinn Kendrick Lamar prýðir nýjustu forsíðu tímaritsins GQ Style. Í tilefni þess fékk tímaritið hinn goðsagnakennda Rick Rubin til þess að taka viðtal við kappann (myndband af viðtalinu má sjá hér fyrir ofan). Samkvæmt vefsíðunni www.complex.com var þetta í fyrsta skipti sem þessar tvær kanónur hittust og varð viðtalið jafnframt til þess að þeir hljóðrituðu lag saman.

Kendrick Lamar og Rick Rubin fóru yfir víðan völl í viðtalinu og ræddu þeir meðal annars Eminem, Dr. Dre, Michael Jackson, plötuna To Pimp A Butterfly og sköpunarferlið sjálft. Í viðtalinu kemur fram að Kendrick hugleiðir í að minnsta kosti 30 mínútur á hverjum degi:

„Ég halla mér aftur, loka augunum og reyni að meðtaka allt það sem er í gangi.“

– Kendrick Lamar

Fyrir þá sem ekki þekkja til Rick Rubin þá er hann almennt talinn einn af áhrifamestu einstaklingum rappsögunnar. Rick Rubin stofnaði plötufyrirtækið Def Jam Records árið 1983 með Russell Simmons og spilaði þar með stóran þátt í því að Hip-Hop menningin varð vinsæl. Def Jam gaf út efni eftir hljómsveitir á borð við Beastie Boys, LL Cool J, Run D.M.C. og Public Enemy.

Í gegnum tíðina hefur Rubin unnið með glás af heimsþekktum tónlistarmönnum, þar á meðal Red Hot Chili Peppers, Kanye West, Johnny Cash, The Black Crowes, Slayer, Jay Z, Jake Bugg, James Blake, Danzig, Dixie Chicks, Tom Petty and the Heartbreakers, Black Sabbath, Slipknot, Metallica, AC/DC, Aerosmith, Weezer, Linkin Park, The Cult, At The Drive-In, Neil Diamond, The Avett Brothers, Adele, Joe Strummer, Mick Jagger, System of a Down, The Mars Volta, Rage Against the Machine, Melanie C, Audioslave, Sheryl Crow, ZZ Top, Jakob Dylan, Lana Del Rey, Lady Gaga, Shakira, Ed Sheeran, Damien Rice, Eminem og Frank Ocean.

Árið 2007 var Rick Rubin nefndur Áhrifamesti pródúsent síðustu 20 ára af MTV og á sama ári útnefndi tímaritið Time Magazine einn af 100 áhrifamestu einstaklingum heims.

Kendrick Lamar er fæddur á Þjóðhátíðardegi Íslendinga þann 17. júní 1987. Kendrick Lamar kom fyrst á sjónarsviðið árið 2010 með útgáfu plötunnar Overly Dedicated. Ári seinna fylgdi hann útgáfunni eftir með plötunni Section.80 sem kom honum á kortið (platan innihélt lagið vinsæla HiiiiPoWeR). Árið 2012 undirrtaði hann samning við plötufyrirtækin Interscope Records og Aftermath. Árið 2016 var hann útnefndur einn af 100 áhrifamestu einstaklingum heims í tímaritinu Time Magazine.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing