Auglýsing

„Sjálfskoðun og sæluvíma“ – Ný GusGus plata fær fína dóma erlendis

Fréttir

Síðastliðinn föstudag (23. febrúar) gaf hljómsveitin GusGus út plötuna Lies Are More Flexible á Spotify (sjá hér að ofan). Er þetta tíunda hljóðversplatan sem sveitin gefur út (samkvæmt vefsíðunni Broadway World) og verður hún einvörðungu aðgengileg á tónlistarveitum þangað til í mars, þegar hún verður gefin út á geisladisk og vínyl.

Líkt og segir í umfjöllun RÚV um plötuna hafa miklar mannabreytingar orðið á GusGus í gegnum árin en „nýjustu breytingarnar eru þær að í dag er GusGus tveggja manna sveit skipuð Birgi Þórarinssyni og Daníel Ágústi Haraldssyni.“ 

Nánar: https://www.ruv.is/frett/gus-gu…

Lies Are More Flexible hefur hlotið ágætis dóma meðal erlendra blaðamanna en hér fyrir neðan má sjá nokkrar tilvísanir í umrædda umfjöllun:

„(Gus Gus hefur) ítrekað sannað mikilvægi sitt í síbreytilegu umhverfi raftónlistar, mótað eigin örlög og hljóm, og er nýja platan svo sannarlega engin undantekning.“

– (Broadway World)

„Platan ‘Lies Are More Flexible’ er dæmi um djarfa og örugga þróun hljómsveitarinnar,  höfuðeinkenni hvers þróunar er viðleitnin til þess að ögra mörkum raftónlistarstefnunnar.“

– Jenna Dreisenstock (The Playground)

„Þessi samblanda af yfirjarðneskri söngrödd Daníels Ágústs og elektrónískar snilligáfu Bigga Veiru skapar hér eitthvað mjög sérstakt.“

– Holly Read-Challen (The Line of Best Fit)

Broadway World: https://www.broadwayworld.com/…

The Playground: https://www.theplayground.co.u…

The Line of Best Fit: https://www.thelineofbestfit.c…

Að lokum má þess geta að GusGus koma fram á tónlistarhátíðinni Sónar Reykjavík helgina 16. til 17. mars. Stuttu síðar leggur sveitin land undir fót og heldur í tónleikaferðalag um Evrópu.

(Hér fyrir neðan er svo myndband GusGus við lagið „Featherlight,“ fyrsta lag plötunnar, en myndbandið hefur verið skoðað rúmlega 500.000 sinnum frá því að það var gefið út í lok sumars í fyrra.)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing