Tónlist
Söngkonan Hildur sendi frá sér myndband við lagið Would You Change? í dag. Myndbandið var tekið upp í Berlín undir leikstjórn Andreu Bjarkar Andrésdóttur.
Í samtali við SKE í dag ræddi Hildur tildrög myndbandsins:
„Lagið er búið að vera í vinnslu í dágóðan tíma en ég ákvað að gefa það út sem næsta singúl því að alltaf þegar ég tók það á tónleikum fékk ég svo geggjuð viðbrögð að mig langaði að klára lagið og gefa það út. Þetta er mesta partí lagið mitt ,so far’ og ég er virkilega spennt að sjá fólk taka tekíla skot við það og dansa mjög æst.
Vídjóið var skotið í Berlín um daginn og ég er sjúklega ánægð með útkomuna! Bleika úlpan er líka mikill lykill að því hvað þetta er nett og ég spái bleikri úlpubylgju eftir þetta.“– Hildur
Hildur var viðmælandi SKE í Q&A hluta blaðsins fyrir ekki svo löngu þar sem hún ræddi meðal annars sumarið, B5 og frjálsar íþróttir: