Q&A
SKE: Alvia Islandia gaf út fyrstu plötu sína, Bubblegum Bitch, í sumar og nú á dögunum leit myndband við titillag plötunnar dagsins ljós. Í tilefni útgáfunnar heyrði SKE í Alviu og spurði hana spjörunum úr. Við lærðum ýmislegt.
Sæl, Alvia. Hvað er helst í fréttum?
Hvað er að fokkin frétta, brah brah … BGB er silki sally og það má fréttast að mar er tight. Yeah. Ég gaf út fyrstu plötuna mína Bubblegum Bitch í sumar, Blowin by GumGumClan. Svo var ég einnig að gefa út nýtt vídjó á Youtube við titillag plötunnar, tekið upp í one take á iphone-inn minn í DK-city. Svo er komið nýtt lag á Soundcloud með FelisLunar sem ég og Arna Viktoría aka Safíra my bbyGirl gerðum saman, en við erum einmitt að fara að skjóta vídjó við það núna í byrjun október. Margt í gangi og svo Airwaves. Já, hérna erum við.
Ef við millifærðum eina milljón ISK inn á bankareikninginn þinn og þú yrðir að eyða peningnum á einu kvöldi, hverning myndir þú verja krónunum?
Byrjum þetta með Fernet Branca skoti á Prikinu … svo sé ég fyrir mér marga góða punkta hah. En ég meina mig langar í bleikan uppblásinn vatnspelíkana og Jacuzzi í stíl. Party og þér er boðið <3
Þú lýsir sjálfri þér sem tyggigúmmístíkinni (Bubble Gum Bitch). Hvers vegna?
É’ Bubble é’Sally <3 Ég elska gum og það er lífstíll að blása big ass bubble. Þetta er meira en chewy, þetta er POP’z. Sumir fíla silfurlitaðan Extra. Ég fíla bleikt blow namms.
Árið er 2116. Mannkynið lítur til baka og upplifur sterka eftirsjá. Hvers vegna?
Því þeir voru ekki nógu sally og fatta að þeim langar ekki að hafa allt í steypu, þá sjá þeir ljósið, taka höndum saman og mála allt í regnboganslitum, planta trjám og fara saman í fótabað. Annars þýðir ekkert að sjá eftir hlutunum, bara halda áfram, læra af reynslunni og bæta sig 🙂
Hvaða lag hefur haft hvað mestu áhrif á þig og af hverju?
Ekkert eitt sem ég get sagt. Það koma upp lög á mismunandi tímum sem hafa áhrif á ákveðin tímabil í lífi mínu. Ég tek ástfóstur á nokkur lög í einu og hlusta á þau á hverjum degi þangað til að nýtt mojo tekur við. Ef ég á að nefna nokkur í gegnum tíðina, þá er það Wanderlust-Björk / Karmacoma-Massive Attack / Beth-Kiss. Þessir molar voru á fóninum þegar ég var 16 ára. Núna hlusta ég aðallega á beats.
Hvað hugsar þú um á íslenskum andvökunóttum að veturlagi?
Feitan bassa, dreamy melódíur, rauðar seríur og sleikjó.
Þú spilar á Airwaves í nóvember. Við hverju mega áheyrendur búast?
Þeir mega búast við Bang-i: nýju plötunni, Sugar Complex og brakandi fersku stuff-i sem hefur ekki komið út. Var að taka upp bráðsmitandi lag úti í Svíþjóð með KSF seinustu helgi, sérstaklega fyrir Airwaves. Það verða sápukúlur, HUBBABUBBA, GumGum clan, ill visuals og auðvitað góða skapið. SHOWIÐ verður MENTALmeanMAD!
Versta hugmynd sem þú hefur fengið? Besta?
Stundum eru það verstu hugmyndirnar sem leiða til þeirra bestu. Besta hugmyndin var klárlega að byrja skapa tónlist; það voru nokkrar verri hugmyndir sem leiddu mig þangað en það hefur bara fært mig nær því sem ég elska.
Hvernig myndir þú skilgreina hugtakið ‘list’?
Listin er lifandi. Það er list að tingula clit. Ég týnist og finnst í list. Sköpun er eilíf.
Uppáhalds tilvitnun/one liner?
Svolítið eins og lagið þarna áðan, kemur og fer með tímabilum en ég elska alltaf: “There is no spoon” úr Matrix.
Eitthvað að lokum?
Mjá, er að flytja aftur heim til Íslands frá DK-City núna rétt fyrir Airwaves <3. GumGumclan er ON að cozyslide-a væbinu next level! So Stay Sally. Þetta er rétt að byrja.
(SKE þakkar Alviu kærlega fyrir spjallið. Hér er svo myndband við lagið Bubblegum Bitch, sem kom út í september.)