Auglýsing

„Það er morgunn í Bandaríkjunum“—Durand Jones and the Indications

Tónlist

Fyrsta plata bandarísku hljómsveitarinnar Durand Jones and the Indications var hljóðrituð fyrir akkúrat 452 dollara og 11 sent. Þar með talinn kassi af bjór. 

Nánar: https://www.facebook.com/pg/Du…

Kjarni hljómsveitarinnar samanstendur af söngvaranum Durand Jones, trommaranum Aaron Frazer og gítarleikaranum Blake Rhein. Samkvæmt hinum síðastnefnda nálgast hljómsveitin tónsmíð á sama veg og hipphopp taktsmiðar; sveitin er því alveg eins líkleg að sækja sér innblástur frá þjóðlagarokki 8. áratugarins eins og frá plötunni Illmatic eftir bandaríska rapparann Nas. 

Síðastliðinn 22. janúar gaf Durand Jones and the Indications út myndband við lagið Morning in America (sjá hér að ofan). Lagið verður að finna á annarri hljóðversplötu sveitarinnar, American Love Call, sem er væntanleg næstkomandi 1. mars.  

Lagið hefur fengið stórgóðar viðtökur og klifraði næstum efst á þráðinn Listen to this á vefsíðunni Reddit nú á dögunum. Þráðurinn er tileinkaður góðri tónlist sem—einhverra hluta vegna—hefur ekki ratað í almenna spilun (hvað sem það nú þýðir í dag).

Nánar: https://www.reddit.com/r/liste…

Þá leit sveitin einnig við í hljóðver útvarpsstöðvarinnar KEXP á síðasta ári. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing