SKE: Frægasti jarl sögunnar er án efa John Montagu, fjórði í röð jarla sem kenndir voru við bæjarfélagið Sandwich í Kent héraði á Englandi. Montagu var ekki einvörðungu einn af helstu stuðningsmönnum kapteins James Cook (Cook skírði Sandwich-eyjurnar í höfuðið á honum) heldur er honum yfirleitt eignaður sá heiður að hafa fundið upp samlokuna – og hvar væri mannkynið án samlokunnar? En þó svo að samlokujarlinn sé í ákveðnu uppáhaldi hjá SKE, þá er annar jarl sem stendur upp úr sem ákveðinn velgerðarmaður rappunnenda, sumsé Alexander Jarl. Í kvöld, fimmtudaginn 27. október, stígur þessi síðarnefndi jarl á svið á Húrra og fagnar útgáfu EP plötunnar Aldrei Sáttur. Einnig koma GKR og Major Key fram. Í tilefni tónleikanna heyrði SKE í jarlinum og spurði hann spjörunum úr:
SKE: Sæll, Jarl. Er
allt undir?
Alexander Jarl: Allt
eða ekkert. Annars væri ekki þess virði að gera það.
SKE: Þú
fagnar útgáfu EP plötunnar Aldrei Sáttur með tónleikum í kvöld
á Húrra. Hvað geturðu sagt okkur um tónleikana og plötuna?
Alexander Jarl: Aldrei
sáttur er þriggja laga smáskífa. Einni viku fyrir útgáfu hrundi
harði diskurinn minn með öllum kláruðu og ókláruðu lögunum
sem hefðu farið á þessa plötu. Ég náði að „recover-a“ þessum
þremur lögum. Heppilega voru það þessi þrjú sem mér var annst um. Svo
eru lögin sléttar níu mínútur þannig að þetta hlýtur að hafa
verið „meant to be.“ Þrátt fyrir að vera stutt er platan fjölbreytt
og ætti að minnsta kosti eitt lag að koma aðdáendum okkar á
óvart.
SKE: Hvað
ertu að hlusta á þessa dagana – og hvað ertu EKKI að hlusta á?
Alexander Jarl: Ég
er aðallega að hlusta á Birds með Travis Scott, Jeffrey og
klassísk Freddie Gibbs „tracks.“ Trúi ekki að ég sé að segja
þetta en ég er EKKI að hlusta á Kendrick „right now.“ Held að ég
hafi „overdone it“ með K dot þegar To Pimp A Butterfly kom út.
SKE: Helstu
#squadgoals?
Alexander Jarl: Get
money, get paid. #CHICITYMANE
SKE: Ætlarðu
að kjósa á laugardaginn?
Alexander Jarl: Já.
SKE: Mundirðu
segja að hugarfarið Aldrei Sáttur hafi stuðlað að framþróun
mannkynsins?
Alexander Jarl: Það,
en einnig sundrað fólki. Þetta er í eðli sínu eigingjarnt
hugarfar, en þeir sem hafa náð einhverju „brilliance level-i“ hafa
undantekningalaust fórnað heilum helling fyrir sinn skerf. Dæmi:
Retirement ræðan hans Jordan.
SKE: Þú
og Leonard Cohen eigið það sameiginlegt að hafa samið lag sem
ber titilinn Halelúja (Hallelujah), en hvor tveggja eru í miklu
uppáhaldi hjá SKE. Ertu trúrækinnn maður – og hlustarðu á
Cohen?
Alexander Jarl: Ég
er strangheiðarlegur trúleysingi en fæ þó mikinn innblástur úr
gospel tónlist. Just a Closer Walk með Venice Beach boys er t.d. í
miklu uppáhaldi núna. Hef ekkert hlustað á Cohen. Ég hélt fyrir
þetta viðtal að Jeff Buckley hafði samið lagið.
SKE: Hvað
er best í lífinu?
Alexander Jarl: Fjölskyldan.
„Squad-ið.“
(SKE hvetur lesendur til þess að hlýða á EP plötuna Aldrei Sáttur ásamt því að láta sjá sig á Húrra í kvöld. Turn up!)
Nánar um tónleikana: https://www.facebook.com/events/1076689319117057/