Auglýsing

„Tónlistin best samin seint um nótt og í myrkri.“ – Aron Can

Bandaríski rithöfundurinn Nathaniel Hawthorne sagði eitt sinn að fjölskyldur væru ævinlega að rísa og falla í Ameríku (ég hef lítið lesið eftir Hawthorne, en hef þó horft nokkrum sinnum á Departed) – og það sama á óneitanlega við íslenska rappara; rapparar eru ævinlega að rísa og falla á Íslandi, og í sólkerfi íslenskrar rappmenningar er nýjasta rísandi stjarnan án efa Aron Can Gultekin #enginnmórall. Nafnið Gultekin er tyrkneskt og merkir víst „áreiðanlegur,“ sem veit á gott í samhengi ævinlegs ris og falls íslenskra rappara … SKE bauð hinum áreiðanlega Aroni Can í stutt Q&A til þess að kynnast honum aðeins betur:

Uppáhalds rappari og/eða helsta fyrirmynd?

Uppáhálds rapparar eru líklega bara Thugger, Future og Drizzy. Allt gæjar sem hugsa helmingi lengra en aðrir. Ég elska J.Cole líka, hann og Kendrick ná að halda svo fáranlega „smooth“ í gamla skólann og „switch-a“ því einhvern veginn yfir í nútíma „old school.“

Hver var hugmyndin á bakvið Enginn mórall?

Enginn mórall er „basically“ hugmyndin á bakvið lagið: Ekki hafa alltof miklar áhyggjur, ekki stressa þig of mikið og reyndu að lifa lífinu með engum móral.

Þú spilar á Húrra 13. maí (Rapp í Reykjavík). Við hverju má búast og hversu langt verður settið þitt?

Það má búast við helluðu „show-i“ sem við erum að setja saman núna þessa dagana. Settið er um 30-40 minútur af veislu.

Hvað hugsar þú um þegar þú ert andvaka kl. 4 um nótt og það er rigning úti?

Hugsa um allan fjandann: Tónlistin sem ég sem er best samin seint um nótt í myrkri. Þá byrja ég virkilega að geta samið „shit“ frá hjartanu.

Þú heitir fullu nafni Aron Can Gultekin – hvaðan kemur þetta nafn?

Aron Can – beint frá Tyrklandi, baby.

Ef þú gætir lifað þig inn í einn sjónvarpsþátt, hvaða þáttur yrði fyrir valinu?

Power. Bestu þættir allra tíma.

Uppáhalds rapplína (þess vegna punchlína)?

„Sometimes I’d like to go back in life, not to change shit just feel a couple things twice.“ – DRIZZZZY

Hlustar þú á „old school“ rapp (eða er gamli skólinn lokaður)?

Ég hlusta á „old school“ en samt meira á þetta nýja „shit.“ Ég hlusta ekki ótrulega mikið á tónlist lengur því eg er alltaf að gera mína eigin og pæla í því. Þá er erfiðara að fylgjast með öðrum.

Besti íslenski rapparinn í dag?

Mér finnst vera svo margir líkir rapparar hérna, en ég get ekki valið einhvern einn. Það er enginn einn sem er bestur finnst mér. Ég fýla bara hvað það er fokkin mikið að frétta hjá mörgum íslenskum röppurum og að það sé tekið svona fáranlega mikið eftir því.

Viðtal: RTH
Viðmælandi: Aron Can Gultekin

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing