Auglýsing

Uppgötvaðu rapptónlist hvaðanæva úr heiminum

Fyrir tæpum mánuði síðan birti vefsíðan The Next Web umfjöllun um tónlistarsíðuna www.foreignrap.com þar sem notendur geta kynnst góðri rapptónlist hvaðanæva úr heiminum á auðveldan hátt.

Nánar: https://thenextweb.com/apps/20…

Síðuna hönnuðu þrír tónlistarunnendur – þeir Aziz Firat, Thomas Vimare og Ariel Dorol – og má segja að vefsíðan sé einstaklega þægileg og einföld í notkun. Á forsíðu vefsins geta notendur valið um að leita eftir alþjóðlegri rapptónlist af handahófi (með því að smella á „random“ hnappinn efst á síðunni) eða takmarkað leit sína eftir ákveðnu landi.

https://www.foreignrap.com/

Athygli vekur að aðeins sex íslensk lög hafa ratað inn á síðuna í þessum rituðu orðum en notendur geta mælt með góðri rapptónlist frá heimalandi sínu með því að smella á „submit a track“ hnappinn efst á síðunni (tónlistarmyndband verður þó að fylgja laginu).

Íslensk lög
Aron Can – Enginn mórall
Aron Can – Fullir vasar
Emmsjé Gauti feat. Aron Can – Silfurskotta
Emmsjé Gauti – Reykjavík
GKR – Elska af því bara
Herra Hnetusmjör – 203 Stjórinn

Hér fyrir neðan geta lesendur hlýtt á nokkur áhugaverð lög sem SKE uppgötvaði á stuttum rúnti um síðuna í morgun.

YDIZZY – OMW (Japan)

Tshego – Garden (Suður-Afríka)

Mabel – Finders Keepers (Bretland)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing