SKE Tónlist
Í dag (14. maí) rataði myndbandsútgáfa af öðrum þætti hlaðvarps SKE á netið (sjá hér að ofan).
Kveikjan að öðrum þætti hlaðvarpsins, ef svo mætti að orði komast, var viðtal SKE við sænska rapparann Promoe—úr hljómsveitinni Looptroop—frá því í mars; í viðtalinu spurði blaðamaður Promoe út í lagið Mask Off eftir bandaríska tónlistarmanninn Future og þá vegna þess að lagið er smíðað í kringum hljóðbút frá laginu Prison Song eftir Carlton Williams og Tommy Butler—alveg eins og lagið Top Dogz eftir hljómsveitina Looptroop (sjá neðst).
Nánar: https://ske.is/grein/samples-go-in-cycles-but-styles-change
Aðspurður hvort að hann hefði skoðun á laginu Mask Off svaraði Promoe með eftirfarandi orðum:
„Sömplin
endurtaka sig, en stílarnir breytast. Ég er ekki að dæma smekk
annarra. Og ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hlustað á Mask
Off sjálfur.
Sérhver kynslóð hefur sínar
eigin aðferðir þegar það kemur að því að veita þeirri orku
og þeim skilningi sem í býr í brjósti mannskepnunnar útrás –
og svo eru einnig tengingar hvað framvindu tímans varðar, sem í
þessu tilfelli tengist tónlistinni sem við röppum yfir. Þetta er
í raun mjög áhugavert; hvernig við löðumst, annars vegnar, að
sama hlutnum, en, hins vegar, hvernig útkoman er svo mismunandi.“– Promoe
Út frá þessum hugleiðingum Promoe veltir SKE því fyrir sér hvað útskýrir þessa gjá á milli kynslóða: Hvers vegna fíla sumir Mask Off eftir Future en ekki Top Dogz eftir Looptroop—og öfugt.
Sérstakar þakkir: Eiríkur Sigurðarson
Ráðgjöf: Anna Marsý
Handrit og lestur: RTH
Upptaka: Benedikt Freyr