Auglýsing

„Var Shakespeare fyrsti plötusnúður sögunnar?“—2. þáttur hlaðvarps SKE (myndband)

SKE Tónlist

Í dag (14. maí) rataði myndbandsútgáfa af öðrum þætti hlaðvarps SKE á netið (sjá hér að ofan). 

Kveikjan að öðrum þætti hlaðvarpsins, ef svo mætti að orði komast, var viðtal SKE við sænska rapparann Promoe—úr hljómsveitinni Looptroop—frá því í mars; í viðtalinu spurði blaðamaður Promoe út í lagið Mask Off eftir bandaríska tónlistarmanninn Future og þá vegna þess að lagið er smíðað í kringum hljóðbút frá laginu Prison Song eftir Carlton Williams og Tommy Butler—alveg eins og lagið Top Dogz eftir hljómsveitina Looptroop (sjá neðst). 

Nánar: https://ske.is/grein/samples-go-in-cycles-but-styles-change

Aðspurður hvort að hann hefði skoðun á laginu Mask Off svaraði Promoe með eftirfarandi orðum:

„Sömplin
endurtaka sig, en stílarnir breytast. Ég er ekki að dæma smekk
annarra. Og ég verð að viðurkenna að ég hef ekki hlustað á Mask
Off
sjálfur.
Sérhver kynslóð hefur sínar
eigin aðferðir þegar það kemur að því að veita þeirri orku
og þeim skilningi sem í býr í brjósti mannskepnunnar útrás –
og svo eru einnig tengingar hvað framvindu tímans varðar, sem í
þessu tilfelli tengist tónlistinni sem við röppum yfir. Þetta er
í raun mjög áhugavert; hvernig við löðumst, annars vegnar, að
sama hlutnum, en, hins vegar, hvernig útkoman er svo mismunandi.“

– Promoe

Út frá þessum hugleiðingum Promoe veltir SKE því fyrir sér hvað útskýrir þessa gjá á milli kynslóða: Hvers vegna fíla sumir Mask Off eftir Future en ekki Top Dogz eftir Looptroop—og öfugt.

Sérstakar þakkir: Eiríkur Sigurðarson  
Ráðgjöf: Anna Marsý  

Handrit og lestur: RTH
Upptaka: Benedikt Freyr 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing