Auglýsing

Viðtal við Steineyju og Söru í Kronik (Framapot Special)

17. þáttur útvarpsþáttarins Kronik fór í loftið síðastliðið laugardagskvöld. Alexander Jarl kíkti í heimsókn og flutti meðal annars þrjú ný lög í beinni (myndband af herlegheitunum mun rata á ske.is á allra næstu dögum). Einnig kíktu þær Steiney Skúladóttir og Sigurlaug Sara Gunnarsdóttir úr Reykjavíkurdætrum við í hljóðverið og ræddu sjónvarpsseríuna Framapot sem hóf göngu sína á RÚV þann 30. mars.

„Þátturinn er um leitina að því hvað maður á að verða þegar maður verður stór – hvernig maður á að vita hvað maður á að verða.“

– Steiney Skúladóttir

Róbert Aron og Benedikt Freyr, umsjónarmenn Kronik, virtust mjög áhugasamir um þetta allt saman en sjálfur ætlaði Benni B-Ruff að verða plötusnúður þegar hann var yngri – sem hann nú er – og á það sama við um Robba Kronik. 

Framapot er í loftinu sérhvert fimmtudagskvöld á RÚV kl. 20:05. Fyrsti þáttur af sex fór í loftið síðastliðinn 30. mars.

Nánar: https://www.ruv.is/thaettir/fra…

Þess má einnig geta að Reykjavíkurdætur gáfu út myndband við lagið Kalla mig hvað? síðastliðinn 30. janúar en árið 2017 hefur svo sannarlega farið af stað með miklum krafti; nýverið tók SKE saman allt það helsta úr íslensku rappi á fyrsta ársfjórðungi 2017 (sjá hér fyrir neðan).

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing