Erlent
Síðastliðinn 13. febrúar greindi blaðamaður Vísis frá því að rapparinn Desiigner hafi blandað upptöku af Víkingaklappi íslenskra stuðningsmanna inn í lagið Outlet:
„Ef eyru blaðamanns svíkja hann ekki reiðir Desiigner sig á upptöku frá heimkomu strákanna á Arnarhóli eftir Evrópumótið í knattspyrnu síðasta sumar … lagið leit dagsins ljós um helgina og hefur fengið ágætis viðtökur það sem af er. Við gefum okkur að það sé einungis Víkingaklappinu að þakka.“
– Stefán Ó. Jónsson (Vísir.is)
Í gær (21. júní) kom myndband við lagið út en myndbandið á eflaust eftir að gleðja
stuðningsmenn Manchester United sem og stuðningsmenn íslenska landsliðsins: hið víðfræga
„húú“ hljómar í gegnum lagið er franski miðvörðurinn Paul Pogba spókar sig um Old Traffford
íklæddur nýjasta útivallarbúning Manchester United.
Lagið Outlet verður að finna á plötunni Life of Desiigner sem er væntanleg í júlí.