Fréttir
Ein af plötum ársins 2018 var Whack World eftir bandaríska rapparann Tierra Whack. Um ræðir 15 laga hljómplötu þar sem öll lög plötunnar eru einungis ein mínúta á lengd. Engir gestir koma við sögu á plötunni.
Nánar: https://ske.is/grein/tierra-wha…
Svo virðist sem samlandi Tierra Whack, rapparinn Trae the Truth, hafi kosið aðra nálgun hvað lagið I’m On 3.0 varðar; lagið, eitt og sér, er næstum jafn langt og platan Whack World í heild sinni—og koma hvorki meira né minna en 12 gestarapparar við sögu í laginu, ásamt söngvurunum Mark Morrison (sem er hvað þekktastur fyrir lagið Return of the Mack), Dram og Gary Clark, Jr.
Trae the Truth gaf út myndband við lagið í gær (sjá hér að ofan) og bregður öllum gestum lagsins fyrir í myndbandinu.
Hér er listi yfir þá rappara sem eiga erindi í laginu, í réttri röð:
Trae the Truth
T.I.
Dave East
Tee Grizzly
Royce 5’9“
Curren$y
Snoop Dogg
Fabolous
Rick Ross
Chamillionaire
G Eazy
Styles P
E-40
Lagið I’m On 3.0 er lokalag plötunnar Tha Truth, Part 3.