Auglýsing

Ungur Liverpool aðdáandi hljóp á ljósastaur í eltingaleik við Mo Salah

Síðastliðinn laugardag (10. ágúst) beið hinn 11 ára gamli Louis Fowler—ásamt bróður sínum Isaac—fyrir utan Melwood æfingasvæðið í Liverpool í von um að hitta knattspyrnumanninn Mo Salah, átrúnaðargoðið sitt.

Á meðan Salah yfirgaf svæðið í bifreið sinni ákvað Louis að hlaupa á eftir bílnum og vinka Salah. Er Louis gerði sitt besta að halda í við bílinn hljóp hann á ljósastaur, nefbrotnaði og féll á gangstéttina meðvitundarlaus.

Nágrannar sem urðu vitni að atvikinu fóru með drenginn heim (bræðurnar búa beint á móti Melwood) þar sem stjúpfaðir drengsins, Joe Cooper, hringdi á sjúkrabíl.

Þess á meðan snéri Salah bílnum við til þess að athuga með líðan drengsins.

Sem betur fer endaði þetta allt saman vel; eins og sjá má hér að neðan deildi Joe Cooper mynd af Louis Fowler og Mo Salah á Instagram stuttu eftir atvikið.

Þakka Cooper Salah sérstaklega fyrir: ,,Takk fyrir að gefa þér tíma til þess að athuga með drengina eftir að Louis rotaði sjálfan sig til þess að vinka! Hann elskar þig svo mikið og sársaukin hvarf um leið og þú mættir og faðmaðir hann að þér. Þetta var vel þess virði, sagði hann seinna. Þú ert toppmaður og alvöru prúðmenni.''

Nánar: https://www.theguardian.com/football/2019/aug/11/boy-meets-mo-salah-after-lamppost-collision-while-chasing-his-hero

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing