Forseti stéttafélags lögreglumanna í Miami-Dade héraði í Flórída, John Rivera, hélt blaðamannafund í gær til þess að útskýra hlið lögreglunnar í máli Charles Kinsey, en fyrir tveimur dögum síðan var Kinsey skotinn í fótinn af lögreglumanni er hann lá á götunni með hendur upp í loft.
John Rivera útskýrir að lögreglan hafa fengið tilkynningu þess efnis að þeldökkur, vopnaður maður væri að hóta sjálfsmorði á götum borgarinnar. Þegar lögreglumennirnir mættu á svæðið þá sáu þeir hins vegar tvo menn, sem síðar reyndust vera Charles Kinsey og 27 ára gamall einhverfur maður sem var í umsjón hans. Í raun hafði Charles Kinsey elt einhverfa manninn uppi þar sem hann hafði strokið frá stuðningsheimili í nágrenninu fyrr um kvöldið. Charles Kinsey var að reyna sannfæra manninn um að snúa til baka.
Hins vegar drógu lögreglumennirnir þá ályktun af hegðun mannanna að einhverfi maðurinn væri að ógna Kinsey með skotvopni.
„En mikið seinna komumst við að því að skotvopnið var leikfangabíll og að maðurinn væri einhverfur.“
Rivera segir að lögreglumaðurinn sem skaut John Kinsey hafi trúað því að líf Kinsey hafi verið í hættu og hafi reynt að hæfa einhverfa manninn til þess að koma Kinsey til varnar.
Rivera bætir því við að myndbandið sem lak á netið teikni upp ranga mynd af atvikinu. Vill hann meina að lögreglan hafi ekki heyrt í Kinsey (sem segist sjálfur hafa reynt að róa lögreglumennina með því og að útskýra hver hann væri og hvað hann væri að gera). Einnig segir Rivera að sjónarhorn myndbandsins sé allt annað en sjónarhorn lögreglumannanna.
Skotárásin hefur vakið hörð viðbrögð í Miami en í gær ruddust 40 mótmælendur kenndir við Black Lives Matter hreyfinguna í höfuðstöðvar lögreglunnar í North Miami og heimtuðu þess að lögreglumaðurinn sem skaut Kinsey yrði rekinn.
Í grein sem birtist á vefsíðu Miami Herald í gær spjallað höfundur greinarinnar við skotvopnasérfræðinginn Robert Hoelscher sem starfaði í Miami-Dade lögreglunni í 50 ár:
„Ég vildi að ég gæti sagt eitthvað jákvætt um málið. Lögreglumaðurinn mætir á svæðið og þá er maður að dunda sér með leikfangabíl. Af hverju grípur lögreglumaðurinn hríðskotariffil?“ spurði Hoelscher. „Það er ekki hægt að þjálfa menn um of þegar um banvænan kraft er að ræða. Þetta er eins slæmt og það verður. Það er gott að lögreglumaðurinn var léleg skytta.“
Undir lok blaðamannafundsisn las John Rivera upp bréf frá lögreglumanninum sem skaut Kinsey:
„Ég fór í þetta starf til þess að bjarga mannslífum og hjálpa fólki. Ég tók ákvörðun á sekúndubroti í þeirri viðleitni og ég harma það að aðrir séu að mála mynd af mér sem er augljóslega röng.“
Í fyrrgreindri grein frá Miami Herald kemur fram að 598 manns hafa verið skotnir til bana af bandarísku lögreglunni í ár og að 88 þeirra voru óvpnaðir.
Charles Kinsey hefði auðveldlega geta orðið númer 89.
Nánar: https://www.miamiherald.com/news/local/crime/articl…
Grein SKE um atvikið frá því í gær: https://ske.is/grein/logreglan-i-florida-skytur-lig…