Í dag (17. september) rataði platan Sitt sýnist hverjum eftir hljómsveitina Valdimar á Spotify—sem og aðrar streymiveitur.
Platan geymir níu lög, þar á meðal lögin Of seint (sem kom út í byrjun mars) og Blokkin (sem kom út í lok júní) en við fyrstu hlustun standa þessi tvö lög upp úr, ásamt laginu Slétt og fellt sem kom út árið 2016.
Sitt sýnist hverjum er fjórða hljóðversplata Valdimars en áður hefur sveitin gefið út plöturnar Undraland (2010), Um stund (2012) og Batnar útsýnið (2014).
Þess má geta að Valdimar hyggst fagna útgáfu Sitt sýnist hverjum næstkomandi 22. september í Háskólabíó.
Miðar: https://www.haskolabio.is/is/vi…
Hér fyrir neðan má svo sjá viðtal SKE við Valdimar Guðmundsson, söngvara hljómsveitarinnar, frá því í sumar.