Föstudagar hafa, að mati margra, lengi verið bestu dagar vikunnar og þá aðallega vegna þess að sérhver föstudagur er einskonar brú: guðvirki smíðað úr sekúndum, mínútum og klukkustundum, sem tengir tvo mjög svo ólíka staði—vinnuvikuna, annars vegar, og helgina, hins vegar. Í huga undirritaðs mætti helst bera föstudaga saman við Ambassador brúna, sem tengir saman Bandaríkin (sumsé vinnuvikuna), distópíu í hægri bígerð, og Kanada (helgina), sem reglulega ratar á lista sérfræðinga yfir ákjósanlegustu lönd heims.
Það má því kannski einnig segja að af þeim sjö dögum sem koma fyrir í hverri viku þurftu föstudagarnir minnst á sérstakri viðbót að halda, en sú varð hins vegar raunin með tilkomu New Music Friday Iceland lagaspottans á Spotify; sérhvern föstudag velur starfsfók streymiveitunnar u.þ.b. 50 ný lög sem eru eftirtektarverð.
Meðal þeirra laga sem rötuðu inn á lagaspottann þessu sinni er lagið GKR eftir, hvern annan, en GKR. Líkt og fram kom í tilkynningu GKR á Facebook var lagið samið í maí í fyrra þegar rapparinn íslenski hitti sænska taktsmiðinn Ian Boom í fyrsta sinn. Fínasta lag hér á ferð.
Í tilefni dagsins renndi SKE yfir listann og valdi fleiri lög sem eru þess virði að hlýða á.
1. Svala Björgvins feat. Unnsteinn—Trinity
2. Tyler, the Creator—WHAT’S GOOD
3. Lana Del Rey—Doin’ Time
4. Mark Ronson & YEBBA—Don’t Leave Me Lonely
5. Bruce Springsteen—There Goes My Miracle
6. Wu-Tang Clan—On That Sht Again
7. The Black Keys—Go