Auglýsing

„Við finnum til með ykkur í Alabama.“—Travis Scott

Fréttir

Föstudaginn síðastliðinn kom bandaríski rapparinn Travis Scott fram á Hangout Fest tónleikahátíðinni í borginni Gulf Shores í Alabama-ríki í Bandaríkjunum. 

Nánar: https://pitchfork.com/news/travis-scott-says-hell-donate-alabama-fest-merch-profits-to-planned-parenthood/

Á meðan á tónleikunum stóð tilkynnti hann áheyrendum sínum að allur ágóðinn af þeim varningi merktur honum—bolir, peysur, derhúfur, o.fl.—sem yrði seldur á hátíðinni rynni til Planned Parenthood samtakanna í Bandaríkjunum (Planned Parenthood samtökin sjá þunguðum konum fyrir mæðraeftirliti, fæðingarhjálp og aðstoð við fóstureyðingar, ef þess er þörf).

„Við finnum til með ykkur í Alabama,“ sagði rapparinn. „Ég elska ykkur og ég vil að þið vitið að ástin er sterkasta aflið í heiminum.“ Flutti Scott svo lagið Love Galore sem hann samdi í samstarfi við samlanda sinn SZA (sjá efst).

Líklegt þykir að Scott hafi verið að vísa í frumvarp sem meirihluti þingsins (25 þingmenn samtals, allir karlar) í Alabama samþykkti nýverið. Frumvarpið bannar þungunarrof í öllum tilvikum nema það sé til að bjarga lífi konunnar. Þá eiga læknar sem reyna eða framkvæma slíka aðgerð yfir höfði sér þunga refsingu. Markmið frumvarpsins—sem er í andstöðu við bandarísku stjórnarskrána—er að kollvarpa Roe v. Wade dómnum: tímamótamál í bandarískri réttarsögu en dómurinn heimilaði þungunarrof árið 1973.

Nánar: https://www.mannlif.is/heimurinn/thungunarrof-verdur-refsiverdur-glaepur-i-alabama/

Fjölmargt listafólk hefur lýst andstöðu sinni við frumvarpið, þar á meðal Lady Gaga, Rihanna, Janelle Monáe og Kacey Musgraves. 

Hér fyrir neðan má svo sjá viðtal MSNBC við tvær þingkonur sem greiddu atkvæði gegn frumvarpinu í Alabama. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing