Youtube rásin ZwebackHD státar sig af rúmlega 800.000 áskrifendum en stjórnandi rásarinnar, Zweback sjálfur, sérhæfir sig í því að spila FIFA á netinu.
Í gær (23. maí) gaf hann út nýtt myndband þar sem hann freistar þess að sigra FIFA mót fyrir framan áhorfendur og þar með öðlast sérstakt Gylfa Sigurðsson spjald („The Gylfi Sigurðsson, Legend of Iceland card“).
Inngangur myndbandsins er sérdeilis kómískur en í upphaf myndbandsins þykist Zwe svara símtali frá Birki Bjarnasyni sem tilkynnir honum að búið sé að ræna Gylfa Sigurðssyni:
Zwe: Halló?
Birkir: (Óskiljanlegt öskur)
Zwe: Er allt í góðu?
Birkir: Þeir eru búnir að ræna Gylfa.
Zwe: Tóku þeir Siggy Azalea!? Birkir, takk fyrir.
Fer Zwe síðar fallegum orðum um Gylfa Sigurðsson í þættinum en Zwe var áður búinn að hóta því að hætta að spila FIFA ef Gylfi Sigurðsson yrði ekki valinn í lið tímabilsins (þó í ákveðnu gríni).
„Margir aðdáendur Swansea, sem og aðdáendur Íslands, eru ánægðir að Gylfi Sigurðsson, einn vanmetnasti miðjumaður ensku úrvalsdeildarinnar og jafnvel Evrópu, hafi fengið þetta sterka spil.“
– Zwe
Að sjálfsögðu sigrar Zwe mótið og er sérdeilis ánægður með að næla sér í umrætt spjald.