Fréttir
Tískuvloggarinn Steve Booker státar sig af tæplega 200.000 áskrifendum á Youtube.
Síðastliðinn 30. ágúst birti hann myndband á síðu sinni undir yfirskriftinni Besta búðin fyrir götutísku á Íslandi! („The Best Streetwear Shop in Iceland!!“) þar sem hann spjallar við Sindra Snæ Jensson, einn af eigendum Húrra Reykjavík (sjá hér fyrir ofan).
Í viðtalinu segir Sindri að hann hafi ákveðið að opna búðina með meðeiganda sínum, Jóni Davíð Davíðssyni, árið 2014 eftir að hafa starfað í tískubransanum í tæp 10 ár:
„Hugmyndin á bak við Húrra Reykjavík kviknaði um jólin 2014. Á þeim tíma vann ég í Streetmachine í Kaupmannahöfn, sem verslunarstjóri. Mér fannst ég vera að sinna sama starfa og ég hafði sinnt á Íslandi og ákvað því að nú væri tími til kominn að gera þetta sjálfur.“
– Sindri Snær Jensson
Einnig kemur fram að Húrra Reykjavík sé ástæðan fyrir því að Íslendingar hafi tjaldað fyrir utan tískuvöruverslun í fyrsta sinn – og þá í því augnamiði að tryggja sér skópar.
Að lokum má þess geta að stuttu eftir útgáfu myndbandins birti Sindri Snær tilkynningu á Facebook þar sem hann þakkaði Steve Booker kærlega fyrir spjallið:
„Nýlega hafði Steve Booker samband við mig og langaði að tala um Húrra Reykjavík. Það þótti mér sjálfsagt mál þó ég hefði aldrei heyrt um manninn fyrr. Steve er ótrúlega skemmtilegur og áhugaverður maður og við enduðum með að spjalla í 2 klukkutíma um allt milli himins og jarðar. Hér að neðan er hann búinn að klippa spjallið okkar niður í 10 mínútna myndband.“
– Sindri Snær Jensson
Fagmannlega unnið myndband og skemmtilegt viðtal.