Auglýsing

Vorið komið samkvæmt Alan Jones: „Like Spring“ (myndband)

Í lok mars gaf söngvarinn Alan Jones út myndband við lagið Like Spring (sjá hér að ofan). 

Myndbandið var tekið upp á veitingastaðnum Mími á Hótel Sögu. Leikstjórn var í höndum Bernard Lipscomb Jr. og Matthew McClain og fara vinafólk Alan Jones—þau Pedro Machado og kærasta hans Tania Carvalho—með aðalhlutverk myndbandsins. 

Lagið samdi Keith Martin, sem hefur meðal annars samið lög fyrir Boyz II Men:

„Martin er búsettur á Filippseyjum. Snemma á ferlinum starfaði hann með MC Hammer, ásamt öðrum listamönnum sem nutu vinsælda á tíunda áratugnum. Martin samdi lagið „Like Spring“ með Michael Jackson í huga—en Jackson sálaðist áður en Martin gafst tækifæri að senda honum lagið. Í kjölfarið bað hann mig um að syngja lagið og ég sagði strax Já. Lagið er u.þ.b. fimm ára gamalt en ég ákvað fyrir stuttu að ég yrði að gefa það út.“

– Alan Jones

Nánar um feril Keith Martin: https://en.wikipedia.org/wiki/Keith_Martin_(musician)

Að lokum má þess geta að lagið kemur út á alþjóðavísu næstkomandi 17. maí. Ef allt gengur eftir, segir Alan Jones, mun lagið rata á væntanlega plötu. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing