Blaðakonan Jen Yamato hjá vefsíðunni The Daily Beast plataði nýverið þýska leikstjórann Werner Herzog til þess að lýsa myndbandi Kanye West við lagið Famous (sjá myndband hér fyrir neðan). Upprunalega myndbandið við Famous skartar brúðum í lifandi eftirmynd af heimsþekktu fólki á borð við Donald Trump, Ray Jay, Taylor Swift og Kim Kardashian og vakti myndbandi[ mikla athygli þegar það kom út í byrjun sumars. Margir þeir sem komu við sögu í myndbandinu íhuguðu lögsókn gegn Kanye West og olli myndbandið talsverðu fjaðrafoki meðal netverja. Í dag hefur það verið skoðað 13 milljón sinnum.
Werner Herzog er þekktur fyrir kvikmyndir á við Fitzcarraldo, Nosferatu, Rescue Dawn en einnig fyrir heimildarmyndir á borð við Grizzly Man, Cave of Forgotten Dreams og Into the Abyss þar sem hann lýsir mannlegri tilvist á sérstaklega skarpskyggnan hátt.
„Ég hef aldrei séð neitt þessu líkt,“ sagði Herzog í lýsingu sinni.
Hér fyrir neðan má svo sjá upprunalega myndbandið.