Auglýsing

​„Biggie eldist betur en Tupac.“​—SKE kíkir á rúntinn með Valdimar (myndband)

Í bílnum

Nýverið fór SKE á rúntinn með tónlistarmanninum Valdimar Guðmundssyni en rúnturinn var liður í myndbandsseríunni Í bílnum (sjá hér fyrir ofan) þar sem SKE ræðir við listakonur og menn á ferðinni um götur Reykjavíkur.

Tilefni rúntsins—ef hægt er að tala um slíkt—er væntanleg útgáfa nýrrar plötu sem hljómsveitin Valdimar hyggst gefa út í haust:

„Við stefnum á útgáfu í haust. Við erum að reyna að klára allt saman á næstu tveim, þrem vikum. Við eigum nokkra texta eftir og einhverjar söngupptökur. Svo eigum við líka eftir að klára plötuumslagið. Þannig að við stefnum á útgáfu í september, sem er frekar bjartsýnt—en við eiginlega verðum að gera það vegna þess að við erum búnir að taka frá Háskólabíó í september. Þann 22. september er búið að ákveða það að við ætlum að halda útgáfutónleika þannig að við verðum bara að klára þetta fyrir þann tíma.“

– Valdimar Guðmundsson

Líkt og fram kemur í viðtalinu er Valdimar mikill aðdáandi bandaríska rapparans Biggie Smalls heitins og þá sérstaklega fyrstu plötu rapparans: „Mér finnst tónlistin hans Biggie eldast miklu betur (en tónlistin hans Tupac). Ég nenni miklu frekar að hlusta á Ready To Die heldur en All Eyez On Me með Tupac … ég veit ekki hvort að maður geti nefnt betri rappplötu en Ready To Die.

Hér fyrir neðan eru svo lögin Of seint og Blokkin sem Valdimar gaf út í ár en lögin verða að öllum líkindum að finna á væntanlegri plötu. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing