Auglýsing

​Drake með 2 heitar lummur

Í tilefni af fjórðu plötu Drake, sem hann stefnir á
að gefa út seint í aprílmánuði, heldur Kanadabúinn áfram að kitla aðdáendur sína með
nýju efni af hinni væntanlegu plötu. Tvö ný lög hafa litið dagsins ljós.

Fyrra lagið er
One Dance ásamt þeim Wizkid og
Kyla en lagið er einhvers konar „dancehall“ óður og má segja að Drake feti í fótspor góðvinkonu
sinnar, Rihanna, með sitt
dancehall lag, Work. Lagið inniheldur glefsur úr laginu Do
You Mind frá árinu 2008 en það voru Crazy Cousinz ásamt Kyla sem áttu það lag
sem varð stórt númer innan UK funky senunnar þar. Það er greinilegt að Drake er að sjúga í
sig gersemar breskra neðanjarðarstefna þessa dagana (líklega ekki hægt að skilgreina sem
neðanjarðar lengur) og upphefja á sinn hátt.

Seinna lagið nefnist Pop Style sem
inniheldur enga aðra
en krúnuberana
Kanye West og Jay Z sem ganga undir
heitinu The Throne í þessu lagi. Þeir „Ye“ og „Hova“ hafa ekki
opinberlega tekið upp lag í fimm
ár eða síðan þeir gáfu út plötuna
Watch the Throne árið 2011. Þótt Jay Z stoppi stutt við í
laginu (2 bör) ná þessir jötnar, í sameiningu, að gera rjúkandi fína lummu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing