Auglýsing

Einstakt fyrirtæki eða heppnir framleiðendur?

Pólski tölvuleikjaframleiðandinn CD Projekt Red hefur farið í gegnum ævintýralegan feril. Þeir byrjuðu að selja krakkaða CD diska af vinsælum bandarískum leikjum árið 1994 og tuttugu árum síðar kom út The Witcher 3. Þetta er ofureinföldun á góðri sögu, en er efni vikunnar.

Í nýjasta innslagi Tölvuleikjaspjallsins kafa þeir Arnór Steinn og Gunnar í sögu CDPR, allt frá auðmjúkri byrjun yfir í að verða verðmætasta fyrirtæki Póllands á einum tímapunkti. Witcher serían og Cyberpunk eru auðvitað efst á baugi.

 

 

Einnig verður farið yfir stormasama sögu tölvuleiksins Cyberpunk 2077. Þegar sá kom út var ekki allt með felldu, mörg voru skiljanlega mjög ósátt við ástand leiksins, en hann var óspilanlegur í mörgum tilfellum. Það er margt sem gæti komið á óvart í sögunni, við mælum með að þið hlustið/horfið vel!

Hvað finnst þér um CD Projekt Red? Einstakt fyrirtæki eða heppnir framleiðendur sem misnotuðu traust spilara?

Þættir Tölvuleikjaspjallsins eru í boði Elko Gaming, Hringdu og Serrano.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing