Auglýsing

17 ára fangelsi fyrir morð

Dagur Hoe Sigurjónsson, sem ákærður var fyrir að stinga Klevis Sula til bana á Austurvelli í byrjun desember, var fundinn sekur um manndráp og dæmdur í 17 ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Mbl greinir frá. 

Dagur var einnig ákærður fyrir manndrápstilraun en hann réðst líka á Elio Hasani félaga Klevis. Hasani var útrskrifaður af sjúkrahúsi fljótlega eftir árásina.

Sjá einnig: Neitar því að hafa myrt Klevis Sula

Dagur neitaði sök við þingfestingu málsins og bar fyrir sig minnisleysi við aðalmeðferð þess. Verjandi Dags sagði skort á sönnunargögnum og vankanta á rannsókn málsins eiga að leiða til sýknu hans en saksónari sagði engan vafa ríkja um sekt Dags og fór fram á 18 ára fangelsisrefsingu.

Sjá einnig: Móðir Klevis: „Við héldum að Ísland væri mjög öruggt land og að svona myndi ekki gerast hérna“

Auk fangelsisvistarinnar þarf Dagur að greiða rúmar fimm milljónir króna í sakarkostnað. Honum ber að greiða móður Sula rúmlega fjórar milljónir í miskabætur og föður Sula rúmlega þrjár milljónir og Hasani 1,5 milljónir í miskabætur.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing