Auglýsing

Refsingar við ölvunarakstri þyngjast á nýju ári

Um áramótin tók gildi ný reglugerð þar sem ýmsar sektir við umferðarlagabrotum eru hækkaðar og refsingar við ölvunarakstri þyngdar til muna. Þá hafa svipt­ingar öku­rétt­inda einnig verið lengd­ar.

Nýtt efsta refsi­þrep við ölv­un­ar­akstri felur í sér að ef vín­­anda­­magn í blóði öku­manns mælist yfir 2,51 pró­mill varðar það svipt­ingu öku­rétt­ar í þrjú ár og sex mán­uði auk 270.000 króna sekt­­ar.

Einnig er í nýju reglu­gerð­inni hærri sekt við akstri ­gegn rauðu ljósi en sú sekt hækk­aði úr 30.000 í 50.000 krónur um ára­mót­in. Auk þess verður sekt við því að veg­far­andi sinni ekki skyldu við umferð­ar­ó­happ 30 þús­und krón­ur.

Umferð­ar­laga­brot­u­m hefur fjölgað mikið á síð­ustu árum. Í afbrota­töl­fræði­skýrslu lög­regl­unnar kemur fram að ­um­ferð­ar­laga­brot voru rúm­lega 78 þús­und á árinu 2018. Mikil fjölgun var á um­ferð­ar­laga­brot­u­m milli ára en flest ­um­ferð­ar­laga­brot á íbúa eru á Norð­ur­landi vestra og Vest­ur­land­i.

Þetta kom fram á vef Kjarnans.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing