Viðburðaríkri viku að ljúka. Fólk þurfti að létta af sér á Twitter en í kjölfarið á stjórnarslitunum fór þar allt á yfirsnúning. Nútíminn tók saman nokkur góð tíst frá því í vikunni.
Björn framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu aðfaranótt föstudags. Og nótt var löng
Mig langar að fara að sofa en það er verið að droppa B.O.B.U.M ???
— Salka Sól Eyfeld (@salkadelasol) September 15, 2017
Björt framtíð sleit ríkisstjórnarsamstarfinu eftir að í ljós kom að Sigríður Andersen dómsmálaráðherra og Bjarni Benediktsson forsætisráðherra héldu upplýsingum frá samstarfsflokkum sínum.
Hjalti Sigurjón Hauksson fékk uppreist æru í fyrrahaust. Hann hann fékk fimm og hálfs árs dóm árið 2004 fyrir að beita stjúpdóttur sína grófu kynferðislegu ofbeldi um árabil. Í gær kom í ljós að Benedikt Sveinsson, faðir Bjarna Benediktssonar, veitti Hjalta meðmæli vegna umsóknar um að fá uppreista æru í fyrra.
Sigríður Andersen sagði svo frá því fréttum í gær að hún hafi sagt Bjarna frá meðmælabréfi föður síns í júlí. Þau greindu samstarfsflokkum sínum í ríkisstjórn ekki frá þessu. Þannig voru þau að vinna í eigin hagsmunum frekar en almannahag að mati stjórnar Bjartrar framtíðar, sem ákvað því að slíta ríkisstjórnarsamstarfinu. Þá telur stjórn Bjartrar framtíðar að um trúnaðarbrest sé að ræða.
Og í kjölfarið hófst veislan á Twitter
"Vi…viljið þið vera með mér í ríkisstjórn?" pic.twitter.com/LBkEqq1gZy
— Atli (@atlisigur) September 15, 2017
Unglingurinn í morgun: hvað gerðist?
Èg: Ríkisstjórnin féll í nótt
Unglingurinn (vonglaður): Er þà frí í skólanum?— Margrét Lind Ólafs (@Maggalind) September 15, 2017
Í sænskum morgunfréttum gekk einna verst að útskýra að á Íslandi væri eitthvað kerfi þar sem barnaníðingar gætu endurheimt heiður sinn.
— Pétur Jónsson (@senordonpedro) September 15, 2017
Brynjar virðist hægt og rólega vera breytast í stól pic.twitter.com/8liZ3zErBk
— María Björk (@baragrin) September 15, 2017
Fyrir hönd höfunda Skaupsins: Okkur er ekki hlátur í huga
— Saga Garðarsdóttir (@harmsaga) September 15, 2017
Tvær mjög ólíkar en góðar fréttir frá mömmu í morgun. pic.twitter.com/fvrZ1HcNyA
— Steindi jR (@SteindiJR) September 15, 2017
Hvað þarf mörg ókláruð kjörtímabil í röð svo xD endurskoði eigin siðferðislegu viðmið og tali ekki niður til fólks?
Svar: fleiri en 3.
— Sigridur Maria (@SigridurM) September 15, 2017
https://twitter.com/DNADORI/status/909016902814650368
Gallinn við gamlar, traustar rætur eru að þær soga til sín alla næringu og laða að sér ýmis sníkjudýr. Og já, þær liggja neðanjarðar.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) September 15, 2017
Undirskrift föður Bjarna hafði mögulega afdrifaríkari afleiðingar en hann bjóst við
„Pabbi, af hverju verður afi ekki með okkur á jólunum?“
„Af því hann batt enda á pólitískan feril minn með einu pennastriki.“
— Haukur Viðar (@hvalfredsson) September 15, 2017
Þorsteinn kom með ágæta lausn
Getum við ekki sameinast um að þykjast ekki skilja útlensku ef einhver spyr okkur um ástandið í stjórnmálum á Íslandi?
— Þorsteinn Guðmunds (@ThorsteinnGud) September 15, 2017
En það eru allavega tvö framboð komin fram
Við ætlum að bjóða okkur fram í næstu kosningum. #hógvær pic.twitter.com/xrDKQvQFrt
— Emmsjé (@emmsjegauti) September 15, 2017
Bið mig fram á Alþingi
Loforð :Mæta alltaf þunnur
Ekki gefa nauðgurum uppreisn æru
Blasta "BOBA" alltaf þegar ég labba í þingsal— Vilhelm Neto (@VilhelmNeto) September 16, 2017
Og ein ósk um framboð
Ég vona að Ungfrú Ísland 2017 hópurinn myndi nýja ríkisstjórn. Samstaðan svo ótrúlega góð og flestar til í að fara úr fyrir þægindarammann.
— Viktor Smári (@viktorsmari) September 16, 2017
En það var meira í gangi
Margrét, 11 ára: Mig langar svo í H&M
Mamma: Þú veist það eru börn sem sauma fötin þar
Margrét: Vá hvað þau eru flink— Steiney Skúladóttir (@steiney_skula) September 16, 2017
Og ekki allir að tala um pólitík
Eftir að ég varð fullorðin er það helsta sem ég hef lært að fullorðið fólk er ekki fullorðið.
— Elísabet (@betaerlends) September 15, 2017
djammaði í fyrsta sinn í 100 ár í gær. gubbaði þegar ég kom heim (af gleði). feeling: pic.twitter.com/dFOwhuSZ2l
— Berglind Festival (@ergblind) September 16, 2017
Annars súmmeraði þetta enginn upp betur en Bubbi
Legg til að fólk hætti að pæla í pólitík og fari að stunda munmök
— Bubbi Morthens (@BubbiMorthens) September 15, 2017