Partur af daglegu símtali við móður sem er ekki með internet í sjálfskipaðari sóttkví er að hlusta á hana tala um fréttir og atburði sem ég er búnað sjá á netinu f 3-4 dögum síðan og núna síðast fékk ég að heyra hvenig síðasta #vikan var og hvernig Kári var í þættinum
— Gudni Halldórsson (@GudniKlipp) April 25, 2020
Að fólk sé að setjast niður á laugardagskvöldi til þess að horfa á Helga Björnsson finnst mér svona svipað óskiljanleg hegðun og þegar fullorðið fólk púslar. ?
— Manni minn! (@HaukurBragason) April 25, 2020
Við á leið til Hellu:
Borgarbarnið: pabbi, erum við ekki að verða kooomin???
(Við vorum komin að Skeifunni)
— Kolbeinn Karl (@KolbeinnKarl) April 25, 2020
Hvernig er ég að ná Jeff Lowe úr Tiger King? pic.twitter.com/Ffstm0vdHC
— Daníel Ólafsson (@DanniDeluxe) April 25, 2020
Amma mín (95) sagði orðrétt áðan “Ég sérstaklega dáðist að því hvað kartöflurnar voru góðar hjá þeim” um kfc franskarnar sem hún fékk í vikunni.
— Heiður Anna (@heiduranna) April 25, 2020
Ég mun sennilega aldrei sofna aftur fyrr en ég kemst að því hvernig þessi unaðskassi varð úti! Segið svo að það sé ekki partý að plokka!
PS. ég er ekki Sunnan í textanum (því miður) rakst bara á færsluna á feisbúkk pic.twitter.com/9H12ukclG5
— Sunna Ben (@SunnaBen) April 25, 2020
Höfum við ekki þurft að þola nóg í þessu samkomubanni? Afhverju er Helgi Björnsson í sjónvarpinu alla laugardaga?
— gudny thorarensen (@gudnylt) April 25, 2020
Ég er að hugsa um að skilja við manninn minn afþví hann er ekki til í að kalla Rúmfatalagerinn, Rúllarann. Hann vill að ég kalli þetta RL húsgögn? Hjálp
— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) April 25, 2020
Er eg cancelled sem móðir ef ég sé bara Jack Nicholson þegar ég horfi á þessa passamynd af dóttur minni? pic.twitter.com/CnAznUN9Te
— Asdis Olafsdottir (@asdisolafs) April 25, 2020
Faðma tré?! Faðma tré?! Það er alltaf verið að faðma þau. Farið út og faðmið rafmagnskassa. Þeir hafa ALDREI fengið faðmlag
— Bergur Ebbi (@BergurEbbi) April 25, 2020
Bluetooth er snjöll tækni EN afhverju tengist það ALDREI sjálfkrafa þegar maður vill það en ALLTAF þegar maður vill það ekki? #technology
— Guðmundur K. Jónsson (@gudmundur_kr) April 25, 2020
Daglegu blaðamannafundirnir eru orðin svo mikil þjóðargersemi að aðalfréttin af fundi dagsins var að Víðir hefði tekið sér frí í dag. Augljós framhaldsfréttapunktur er hvernig hann nýtti frídaginn. Fór hann eitthvað? Fékk hann sér ís? Einn öl? Grillað? Pottinn? Ég vil vita ALLT.
— Árni Helgason (@arnih) April 25, 2020
Hún er á túr og kallinn á ketó pic.twitter.com/1beBVYtwIu
— svigrúm linda (@siggalinda) April 25, 2020
Eitt af mínum stoltustu augnablikum sem móðir var þegar kennari dóttur minnar sagði í foreldraviðtali:
“Hún getur verið svolítill besservisser, sem fer í taugarnar á hinum. En það er erfitt að eiga við það þegar hún hefur eiginlega alltaf rétt fyrir sér.”
— Svala Hjörleifsdóttir (@svalalala) April 25, 2020
Stjúppabbi minn (formaður Pabbagrínfélags Vestfjarða) um hvítvínssveppa-risotto-ið með sveppum sem ég týndi í Jökulfjörðum síðasta sumar og fokdýrri innfluttri franskri trufflu og varði varði 2klst í að elda: „Þetta var bara prýðilegasti grjónagrautur.?“
— Brynja Huld Oskarsdottir (@BrynjaHuld) April 25, 2020
Tilkynning: Eiginmaður minn @gudmundur_kr var að klára marþon í morgunsárið á 3:17. Sjálf var ég að vakna. pic.twitter.com/QkHcKyXQlh
— Heiða Kristín (@heidabest) April 25, 2020
Vandamáladálkur Æskunnar var svo real. Allt lagt á borðið. Öll bréfin voru „Kæra Æska, pabbi minn er mjög drykkfelldur, hann er kominn með nýja konu og núna er ég ástfangin af fósturbróður mínum. Hvað lestu út úr skriftinni minni?“
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) April 25, 2020
Ég var rétt í þessu að sleikja skjáinn á símanum mínum til þess að þrífa hann.
Fattaði síðan að það væri líklega ekki sniðugt. Hef greinilega ekkert lært af þessum heimsfaraldri ?♂️— Аугуст Берг (@agustberg) April 25, 2020
Eigum þrjú börn. Höfum aldrei átt trampólín… þar til nú.
Besta. Fjárfesting. Ever. pic.twitter.com/6ilW2O1Tbn
— Jóhannes Haukur (@johanneshaukur) April 24, 2020
Að eiga samtal við pabba minn er alveg eins og Kári er núna í #Vikan nema þegar þátturinn er búinn þá er samtalið við Kára búið en samtal mitt við pabba byrjaði fyrir 35 árum og það sér ekki fyrir endann á því.
— Atli Viðar (@atli_vidar) April 24, 2020
Vinnustaðurinn minn var að senda mér leiðbeiningar um heimavinnu sem segja mér að setja börnunum mínum mörk og sinna þeim svo að loknum vinnudegi. Eitthvað segir mér að höfundur eigi ekki börn? ??
— Auður Magndís (@amagndis) April 24, 2020