Get ekki sagt að ég hlakki til morgundagsins. Alltaf fundist skrítið að menn skyldu setja bolludag niður á mánudegi, með vinnu daginn eftir – en þetta er víst þjóðleg hefð svo maður lætur sig hafa það. Skál! pic.twitter.com/E7DIlXOzFe
— Stefán Pálsson (@Stebbip) February 14, 2021
Viltu vinna stól?
Já, eina sem þú þarft að gera er að tagga vin, sannfæra hann um að selja fasteign hjá mér og ef hún selst þá færð þú stól. Ekki vinur þinn sem átti í tugmilljónkróna viðskiptum heldur þú! færð einn stól! pic.twitter.com/TEeBglmJSA
— Auður Kolbrá (@AudurKolbra) February 14, 2021
Ég var með litlu frænkurnar á rúntinum og sú yngri (8) spyr úr aftursætinu: vala, hefur þú einhverntíman verið full?
Og ég kýs að ljúga ekki af börnum svo ég svaraði auðvitað nei elskan mín, aldrei.— Valgerður Agla (@valgerdursvagla) February 13, 2021
Ég er hálfur útlendingur svo ég verð að spyrja. Getur óþekkjanlegur líka þýtt að hann líti nánast alveg eins út? pic.twitter.com/gZjPg71fIt
— Kristófer Ari (@kristoferari) February 13, 2021
Tannlæknar: af hverju ertu ekki löngu búinn að koma og láta laga þetta? ?
Líka tannlæknar: heyrðu það eru þá 15 þúsund fyrir þetta 10 mínútna tékk. Þú kemur svo í næstu viku og borgar 70 þús fyrir að láta laga þetta ?
— ⛓️5 Georg⛓️ (@thorirgeorg) February 13, 2021
Eins og sá sem sendi mér þetta komst að orði: „Byrja á að taka skiltið niður“ pic.twitter.com/CXINeV2TVf
— Steingrímur Sævarr Ólafsson (@frettir) February 13, 2021
Sænskasta vink allra tíma pic.twitter.com/hfZrv2kruB
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) February 13, 2021
Stærsta tv moment ársins var þegar Binni Glee sagði að hellirinn væri Wet Ass Pussy. No contest.
— Logi Pedro (@logipedro101) February 13, 2021
Meginreglan: Þegar vigtin nær postnumerinu mínu fer ég í ræktina og geri ea í mínum málum. Ég bý í 107. Staðan: er að leita að húsnæði í 210.
— Gautur (@Gautur) February 12, 2021
Það gerir rosalega lítið fyrir mig þegar kona mín segir að einhver vel myndarlegur maður sé ekki hennar týpa. Er nokkuð viss um að einhver sköllóttur gaur frá Sauðárkróki sé það ekki heldur!
— Auðunn Blöndal (@Auddib) February 12, 2021
Ég sagði bara já við þessu viðtali til að hjálpa vinum mínum að lenda á séns: https://t.co/HB9qjtzpBA
— Kamilla Einarsdóttir (@Kamillae) February 12, 2021
í fyrra spurði (ókunnugur) gaur mig í heita pottinum í vesturbæjarlaug hvort ég væri nuddari, ég neitaði (og spurði einskis) og hann sagðist svo stífur í hálsinum eftir fall í hálku. ég hugsa reglulega til hans. hefði hann beðið mig um nudd hefði ég sagt „já, ég er nuddari“?
— Vala Jónsdóttir (@valawaldorf) February 11, 2021
Ingibjörg H. Bjarnason tók sig sérstaklega vel út í snjókomunni í gær ? pic.twitter.com/fyl7qiFwbV
— Dagbjört Hákonardóttir (@dagbjort) February 11, 2021
v
Sonur: „Má ég plís fá að sofna uppí hjá ykkur??“
Ég: „Æ ekkert rugl sofnar bara í þínu rúmi“
S?“Æ plís þetta er síðasta nóttin áður en ég fer til mömmu og mig langar bara að eiga stund saman?“
Ég: „Já okok“
S:“Úff gaur þetta er alltof auðvelt virkar í hvert einasta skipti“
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) February 10, 2021
Ég var var að fá svona heilsuúr og í gær vantaði mig nokkur skref til að ná markmiði dagsins þannig að ég labbaði út í búð og keypti mér nammi. Held ég sé að gera þetta vitlaust.
— Hildur (@hihildur) February 10, 2021
Forstjórinn í 400 manna fyrirtækinu sem ég vinn hjá var að labba fram hjá tölvunni minni og ég var á ÁTVR að velja mér rauðvín.
— Katrín Kristjana (@KatrinKristjana) February 10, 2021
já ok en hvernig útskýrirðu þá að frændi kunningja míns hafi heyrt frá vinnufélaga sínum sem kannast við bílstjóra hjá fyrirtækinu sem flytur bóluefnin inn að samningurinn væri í höfn? pic.twitter.com/2LrM0w7nSQ
— Atli Fannar (@atlifannar) February 10, 2021
Elska vini mína sem eru að hlægja yfir því að ég sé að tálga því eins og þið vitað þá hlær sá best sem síðast hlær því þið eruð að fara fá þessar skeiðar í jólagjöf.
— Helga Dögg (@DoooHelga) February 9, 2021
Ég að mæta (sein) í klippingu.
Afgr: Gína?
Ég: Nei, Nína
A: Grínast?
É: Nína …
A: Ertu að grínast?
É: Ha?
A: (pirraður og tekur af sér grímuna) Ég sagði ERTU MEÐ GRÍMU?
É: (sæki grímu og set hana á mig) Já, hehe afsakið. Afsakið. ?— Nína Richter (@Kisumamma) February 9, 2021