Von er á aftakavindi og jafnvel fárviðri á suðurhelmingi landsins á morgun.
Öllu innanlandsflugi bæði með Air Iceland Connect og Flugfélaginu Erni hefur verið aflýst á morgun vegna yfirvofandi óveðurs. Hefur þeim farþegum sem eiga flug á morgun með Air Iceland Connect hefur verið boðið að færa til flugið.
„Við tökum stöðuna eftir hádegi á morgun hvernig við stillum upp fluginu um helgina,“ segir Árni Gunnarsson framkvæmdastjóri Air Iceland Connect.
„Þetta eru orðin ansi mörg flug sem hafa fallið niður. Það er meira á þessu ári en við sjáum venjulega. Janúar var sérstaklega slæmur.“
Þetta kom fram á vef mbl