Auglýsing

„Ég lofa bara skemmtilegasta föstudeginum langa sem þið hafið nokkurn tímann upplifað“

„Við ætlum að telja í aftur og gera föstudaginn langa aðeins styttri,“ segir Páll Óskar í samtali við k100.is

Hann ætlar að hertaka stúdíó K100 í annað sinn og halda Pallaball í beinni klukkan 20.00 á föstudaginn langa.

„Við ætlum að stilla þessu upp nákvæmlega eins og við gerðum þetta síðast. Ég verð í stúdíóinu á K100 og massa þetta bara beint framan í myndavélina,“ segir hann.

„Mér fannst gríðarlega fallegt að sjá viðbrögðin í gegnum samfélagsmiðlana. Það er pínu „fríkað“ fyrir mig að troða upp með svona „stuðprógramm“ með engum áhorfendum og fá ekkert klapp. Þannig að ég bað þá sem væru að fylgjast með að láta vita af sér og klappa fyrir mér í gegnum samfélagsmiðla. Það var svakalega fallegt að sjá viðbrögðin. Ég sá þau auðvitað ekki fyrr en eftir að útsendingu lauk en þá var mitt „Instagramstory“ og skilaboðin á Instagram og á Facebook drekkhlaðin af litlum myndbandsbrotum af heilu fjölskyldunum að hoppa og öskra og syngja með sjónvarpinu,“ segir Páll og lofar skemmtilegasta föstudeginum langa í manna minnum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing