Eldur kom upp í húsi við Veltusund í miðbæ Reykjavíkur, í gærkvöldi. Í húsinu eru meðal annars reknir skemmtistaðurinn Pablo Discobar og veitingastaðurinn Burro. Töluverðar skemmdir urðu á húsnæðinu.
Tilkynnt var um eldinn klukkan 23:56 í gærkvöldi en mikinn reyk lagði frá húsinu og var allt tiltækt lið slökkviliðsins kallað á vettvang. Maður á þrítugsaldri var handtekinn á staðnum, grunaður um verknaðinn en eldsupptök eru þó ennþá ókunn. Tæknideild lögreglunnar hefur rannsókn sína á vettvangi í dag.
Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins