Á fimmtudaginn opnar nytjamarkaðurinn Góði hirðirinn pop-up verslun á Hverfisgötu í Reykjavík.
Í samtali við mbl.is segir Ruth Einarsdóttir, rekstrarstjóri Góða hirðisins, að verslunin á Hverfisgötu 94-96 eigi meðal annars að höfða til ungs fólks sem er að koma sér fyrir í miðborginni.
„Unga kynslóðin hugsar mikið um að endurnýta hlutina. Við sjáum þetta birtast í breytingu á viðskiptamannahópnum í Fellsmúla en sala til yngra fólks hefur aukist mikið síðustu tvö ár. Ég held að unga kynslóðin sé orðin vel meðvituð um þessa hluti. Ég heyri þetta þegar ég ræði við unga viðskiptavini. Þetta er raunveruleg breyting í verslun.“
Góði hirðirinn gerði leigusamning fram yfir jólin en ef vel gengur er til skoðunar að verslunin verði áfram við Hverfisgötu 94.