Tónlistarmaðurinn Helgi Björnsson og Reiðmenn vindanna munu halda uppi stuðinu á heimilum Íslendinga annað kvöld. Tónleikunum verður streymt beint á mbl.is
„Við verðum aðeins að lyfta okkur á kreik sem þjóð, þetta er búin að vera þung vika að fara í gegnum. Við erum þó á allan hátt að fara eftir fyrirmælum og öll viljum við standa okkar plikt í almannavörnunum en við viljum líka aðeins fá að líta upp úr þessu og skemmta okkur aðeins og hrista okkur,“ segir Helgi aðspurður um útsendinguna.
„Þetta verður bara gaman og það geta allir verið með, hvar sem er á landinu og hvernig sem staðan er. Nú syngjum við saman á laugardagskvöld öll sem eitt,“ segir Helgi.
Tónleikarnir byrja kl 20:00 annað kvöld og standa í klukkustund. Sérstakur gestur Helga verður söngkonan Salka Sól.