Frá og með deginum í dag, 25 maí, hefur verið gefið grænt ljós á samkomur fyrir allt að 200 manns og mun hljómsveitin Hvanndalsbræður í því tilefni að slá upp tónleikum í heila viku á Græna hattinum á Akureyri. Sveitin mun spila öll kvöld vikunnar frá mánudagskvöldinu 25. maí til sunnudagskvöldsins 31. maí þannig að allir ættu að finna kvöld við hæfi.
„Við ætlum öll að fara varlega og taka tillit til hvors annars og þeirra reglna sem settar hafa verið. Hvanndalsbræður eru í þann mund að hefja upptökur á nýrri plötu og munu nokkur þeirra nýju laga fljóta með gömlum góðum ásamt almennu sprelli,“ segir um tónleikana.
Mjög takmarkað magn miða verður í boði á öll kvöldin svo hægt sé að gæta sem mestrar varúðar og tryggja fólki sitt pláss. Tónleikar hefjast kl 21.00 öll kvöldin og opnar húsið kl.20.00
Þetta kemur fram á vef vikudags