Árlega, þann 11. febrúar (11.2), er 112 dagurinn haldinn. Markmið dagsins er að kynna neyðarnúmer 112. Dagurinn er haldinn víða um Evrópu enda er númerið samræmt neyðarnúmer álfunnar og mikilvægt að fólk viti að aðeins þurfi að muna/kunna þetta einfalda númer til þess að fá aðstoð í neyð.
Á þessum degi er einnig markmiðið að efla vitund fólks um mikilvægi þessarar starfsemi og hvernig hún nýtist almenningi.
Viðbragðsaðilar frá slökkviliðinu, lögreglunni, björgunarsveitum Slysavarnafélagsins Landsbjargar, Rauða krossinum og Landhelgisgæslunni hafa lagt á áberandi stöðum við helstu umferðaræðar á höfuðborgarsvæðinu til að minna á mikilvægi þess að fara varlega í umferðinni.
Neyðarlínan og samstarfsaðilar 112-dagsins efna svo til móttöku í Björgunarmiðstöðinni Skógarhlíð þar sem forseti Íslands , Guðni Th. Jóhannesson, flytur ávarp og afhendir verðlaun í Eldvarnargetrauninni fyrir árið 2019.
Skyndihjálparmaður Rauða krossins verður einnig útnefndur í móttökunni auk þess sem Lögreglukórinn tekur lagið. Allir eru velkomnir á athöfnina og að henni lokinni gefst gestum færi á að kynna sér starfsemina í Björgunarmiðstöðinni í Skógahlíð.
Þetta kom fram á vef Fréttablaðsins