Auglýsing

Ice­land Airwaves er til­nefnd sem besta litla tón­list­ar­hátíðin

Ice­land Airwaves-tón­list­ar­hátíðin er til­nefnd sem besta litla tón­list­ar­hátíðin á NME-verðlauna­hátíðinni 2020. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá Ice­land Airwaves.

Þetta er í fyrsta sinn sem ís­lensk tón­list­ar­hátíð hef­ur verið til­efnd til verðlaun­anna. NME-verðlaunahátíðin hef­ur verið hald­in ár­lega síðan 1953 af NME-tíma­rit­inu og í ár fer hún fram í London í 02 Aca­demy í Brixt­on.

NME kom á Ice­land Airwaves í fyrra og þau höfðu eft­ir­far­andi að segja um hátíðina:

„Ice­land Airwaves gæti verið sval­asta hátíð árs­ins. Já, hún fer fram í rok­inu í Reykja­vík í nóv­em­ber (sem meira að segja tek­ur á Íslend­ing­ana) en líka vegna þess að hún er alltaf nokkr­um skref­um á und­an. Í staðinn fyr­ir að henda sam­an tón­list­ar­atriðum ein­göngu til að selja miða, hef­ur Airwaves minnkað úr­valið í ár til að geta sett sam­an ótrú­lega framúr­stefnu­lega og fag­lega dag­skrá,“ sam­kvæmt frétta­til­kynn­ingu frá Ice­land Airwaves.

Hátíðirn­ar sem eru til­nefnd­ar hjá NME fyr­ir bestu litlu tón­list­ar­hátíðina eru:

  • Blu­edot (Bret­land)
  • End Of The Road (Bret­land)
  • Ice­land Airwaves (Ísland)
  • Ken­dal Call­ing (Bret­land)
  • ya (Nor­eg­ur)

Þetta kom fram á vef Mbl

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing