Iceland Airwaves-tónlistarhátíðin er tilnefnd sem besta litla tónlistarhátíðin á NME-verðlaunahátíðinni 2020. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Iceland Airwaves.
Þetta er í fyrsta sinn sem íslensk tónlistarhátíð hefur verið tilefnd til verðlaunanna. NME-verðlaunahátíðin hefur verið haldin árlega síðan 1953 af NME-tímaritinu og í ár fer hún fram í London í 02 Academy í Brixton.
NME kom á Iceland Airwaves í fyrra og þau höfðu eftirfarandi að segja um hátíðina:
„Iceland Airwaves gæti verið svalasta hátíð ársins. Já, hún fer fram í rokinu í Reykjavík í nóvember (sem meira að segja tekur á Íslendingana) en líka vegna þess að hún er alltaf nokkrum skrefum á undan. Í staðinn fyrir að henda saman tónlistaratriðum eingöngu til að selja miða, hefur Airwaves minnkað úrvalið í ár til að geta sett saman ótrúlega framúrstefnulega og faglega dagskrá,“ samkvæmt fréttatilkynningu frá Iceland Airwaves.
Hátíðirnar sem eru tilnefndar hjá NME fyrir bestu litlu tónlistarhátíðina eru:
- Bluedot (Bretland)
- End Of The Road (Bretland)
- Iceland Airwaves (Ísland)
- Kendal Calling (Bretland)
- ya (Noregur)
Þetta kom fram á vef Mbl