Það hefur væntanlega ekki farið fram hjá mörgum að fyrrum forsetahjónin Ólafur Ragnar Grímsson og Dorrit Moussaieff létu klóna hundinn sinn, Sám.
Sýni voru tekin úr Sámi og send til fyrirtækis í Texas í Bandaríkjunum, sem ræktaði úr þeim frumur.
Sámur lést fyrr á þessu ári. Nú hefur klónaður Sámur litið dagsins ljós þar ytra. Ólafur Ragnar greinir frá þessu í færslu á Twitter.
Sjá einnig: Klónaður Sámur er kominn í heiminn
Fréttirnar hafa vakið mikla athygli og fólkið á Twitter hefur að sjálfsögðu sína skoðun á málinu. Hér að neðan má sjá brot af því besta úr umræðunni á miðlinum.
Sámur II bítur í höndina á Óla.
Óli: Dorrit, þetta er bara eins og í Stjörnustríði, attack of the clones… Dorrit… Dorrit… heyrðirðu það sem ég sagði? bara eins og í Stjörnustríði attack of the clo— Bara Trausti (@Traustisig) October 29, 2019
Það er einhver fáránleiki í því að klóna gæludýr. Ég myndi aldrei gera það. Mér finnst eins og það geri lítið úr lífshlaupi hins upprunalega Sáms að úr erfðaefni hans sé gert auka "eintak" — eins og Sámur sé bara hlutur sem má fjölfalda
— karl 理 ♂️ (@karlhoelafur) October 29, 2019
Vil óska Dorrit og Ólafi til hamingju með klónun Sáms.
— Atli Fannar (@atlifannar) October 28, 2019
2004: Fjölmiðlalögin
2011: Icesave
2019: https://t.co/Vs0QmPy3lL
— Hrafn Jónsson (@hrafnjonsson) October 29, 2019
Mig langar svo að prófa að vera Dorrit í einn dag, held það sé pure bliss
— Björn Leó (@Bjornleo) October 29, 2019
Klónaði Sámur eftir nokkur ár. pic.twitter.com/a0YOWCTj4c
— Sigrun (@Sigrun_Br) October 29, 2019
Ok, hundurinn Sámur II hefur sloppið býsna vel, miðað við. https://t.co/c2lxptkZKw
— Eiríkur Kristjánsson (@Eirikur_Gauti) October 29, 2019
Nýji Sámur er ótrúlega skrítið konsept en alveg ótrúlega sætur hvolpur
— Lilja? Niðursuðudós? (@smjorfluga) October 29, 2019
Þetta gerðist samt á besta tíma.
Nú er hrekkjavökubúningurinn í ár að minnsta kosti óumdeildur. Klónaði hundurinn Sámur (ef þú ert karl), en sexý klónaði hundurinn Sámur (ef kona).— Dr. Sunna (@sunnasim) October 29, 2019
Ólafur Ragnar yrði ári síðar kosinn forseti og hann myndi sitja í 20 ár og klóna svo hundinn sinn.
— Davíð Þorláksson (@davidthorlaks) October 29, 2019
Ég ætla láta klóna mig svo ég geti tvöfaldað kolefnisfótsporið mitt
— Björn Leó (@Bjornleo) October 29, 2019
Að klóna hundinn sinn er ekki vegan
— Margrét Erla Maack (@mokkilitli) October 29, 2019
Afsakið mig en nú er árið 2019. Það er búið að klóna kind, menn hafa gengið á tunglinu, þú þarft ekki lengur að ryksuga heima hjá þér því það eru róbotar sem sjá um það…
En samt er ekki búið að útrýma þynnku? Svo ég spyr; hvern FJANDANN eru skattpeningarnir mínir að fara í?!
— Þóra Sif Guðmunds (@thorasifg) September 29, 2019