„Jólin nálgast óðfluga og við bjóðum upp á dásamlega dagskrá sem endranær,
það verður opið á þorláksmessu frá 12:00 á hádegi hjá okkur, um að gera koma við á dásamlega bíóbarnum okkar, næla sér í jólamerkimiða sem einnig eru bíómiðar eða gjafabréf,“ segir í tilkynningu frá Bíó Paradís.
Frumsýnd 26. desember
Við fylgjumst með tveimur nunnum sem eiga í ástríðafullu ástarsambandi í 17 aldar klaustri.
Myndin sló í gegn á kvikmyndahátíðinni í Cannes 2021 þar sem hún keppti um Gullpálmann í leikstjórn Paul Verhoeven (Basic Instinct, Total Recall, RoboCop).
Frumsýnd 26. desember
Myndin er byggð á sannsögulegum atburðum. John er þrítugur gluggaþvottamaður sem hefur helgað líf sitt uppeldi sonar síns, eftir að móðirin yfirgaf þá fljótlega eftir fæðingu.
Myndin hlaut áhorfendaverðlaunin á kvikmyndahátíðinni í Varsjá og keppti til verðlauna á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum auk fjölda annarra hátíða.
Athugið að krafist er hraðprófs á allar jólapartí – og fjölskyldusýningar.
Love Actually – þorláksmessusýning
Die Hard – annar í jólum 26. desember
Sumir segja að jólin komi ekki ef við horfum ekki saman á DIE HARD…
Svartir Sunnudagar – jólasýning
Meistaraverk Dario Argento! Hin bandaríska Suzy er nýbyrjuð í virtum þýskum balletskóla þegar hún kemst að því að skólinn er ekki allur þar sem hann er séður og drungaleg öfl eru á sveimi sem eiga þátt í hrinu af hryllilegum morðum sem framin hafa verið. JÓLASÝNING SVARTRA SUNNUDAGA, annan í jólum 26. desember kl 20:00
Nánar um opnunartíma jóla og áramóta hér