Ellý Ármannsdóttir varð þjóðþekkt þegar hún vann um árabil sem þula á Ríkissjónvarpinu. Þar kom strax í ljós að hún sker sig úr sama hvar hún kemur og sumt sem hún gerði sem þula þótti umdeilt. Síðan þá hefur Ellý unnið við ótal hluti, allt frá því að spá fyrir fólki yfir í að vera hóptímakennari í íþróttum.
Ellý er nýjasti gesturinn í podcasti Sölva Tryggvasonar. Í þættinum fara þau yfir tímabilin í fréttunum, spádómana, leiðir til þess að stíga út úr ótta og margt margt fleira.
,,Ég skal segja þér af hverju ég sótti um að verða þula. Ég þekkti pabba minn lítið og hann var lítið í sambandi við mig og mig langaði að fanga athygli hans og ég vissi að hann horfði á fréttir og ég vissi að þulan kynnti fréttirnar,“ segir Ellý.
,,Ég er svona til hliðar, svokallaður bastarður, sem er kannski neikvætt orð fyrir suma, en það er allt í lagi, þannig er líf mitt. Mig langaði svo að við pabbi værum í sambandi og ég vissi að öll þjóðin væri að horfa á RÚV á þessum tíma og hann hlyti að sjá mig, eða vinir hans eða einhver.”
Viðtalið í heild má sjá hér að neðan: