Þann 9.mars næstkomandi skellur á verkfall sem mun meðal annars ná til þeirra starfsmanna ÁTVR sem eru félagsmenn í Sameyki – stéttarfélagi í almannaþjónustu, náist ekki samningar milli BSRB og ríkisins. Þetta kemur fram á vef mbl.is
Hefur Áfengis- og tóbaksverslun ríkisins gert birgjum sínum viðvart um að mikil röskun geti orðið á starfsemi Vínbúðanna í þessum mánuði og þeim næsta.
Aðgerðirnar munu leiða til þess að öllum verslunum ÁTVR verður lokað ásamt dreifingarmiðstöð sem rekin er á þess vegum.
Dagarnir sem um ræðir eru þessir:
9.-10. mars
17.-18. mars
24. og 26. mars
31. mars
1. apríl
15.-25. apríl