Nútíminn tekur vikulega saman þau tíst sem slegið hafa í gegn á Twitter þá vikuna:
Ég er nú ekki lærður í rannsóknarlögreglufræði, en það gæti verið möguleiki að aðilinn sem er að skjóta upp flugeldum á tveggja daga fresti hérna í grafarvogi sé sá sem stal heilum gámi af flugeldum í desember.
— Gisli Berg (@gisliberg) August 29, 2020
Gellur elska að vera í hálftíma að velja bíómynd og sofna svo eftir 2 mínútur
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) August 29, 2020
Grillaði lærissneiðar í gærkvöldi og aðspurður sagði sonur minn að það hefði verið „ógeðslega gott fitukjöt” í matinn. Sem er ógirnilegasta lýsing á mat sem ég get hugsað mér.
— Katrín Atladóttir (@katrinat) August 29, 2020
Bubbi kominn á nýjan bíl. pic.twitter.com/eaXZkJ2jPL
— Árni Torfason (@arnitorfa) August 28, 2020
Kláraði Harry Potter og viskusteininnn fyrir bráðum 6ára stelpuna mína í gærkvöldi. Hún var ekki alveg að fatta þetta með að Lily Potter hefði “fórnað sér” fyrir soninn en tengdi svo “jaaaaá eins og ClubDub sem myndu deyja fyrir stelpurnar sínar?”
— Snærós Sindradóttir (@Sindradottir) August 28, 2020
Eina með öllu takk! pic.twitter.com/z7gC8VJObM
— FinnbogiKarl (@KarlFinnbogi) August 27, 2020
100 læk og ég mæti með gítarinn þar sem sparkvöllurinn var hjá Ísaksskóla og spila wonderwall aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur!
— Trúbadorinn á Dönsku (@Simonfknhndsm) August 26, 2020
JÁ SÆLL! EIN ALVEG BLEKUÐ – sagði snáðinn á kassanum þegar ég var að kaupa blek, allt of mikið blek…
— Gunnlaug Helga Ásgeirsdóttir (@gunnlaugasgeirs) August 25, 2020
1,5 klst liðin af fyrsta skóladegi og ekki enn kominn lúsapóstur ? frábær byrjun á skólaárinu ?
— Berglind Festival (@ergblind) August 25, 2020
Mér finnst liggja í augum uppi að í framhaldi af þessu verði fjölgað verulega í næturvörslunni hjá Gunnars majónesi. https://t.co/62MBYBl5nv
— Svanhildur Hólm (@svanhildurholm) August 24, 2020
Góðar fréttir til allra sem hafa áhyggjur af því að hafa gleymt að slökkva á sléttujárninu og að húsið þeirra muni brenna til kaldra kola þá gleymdi ég mínu í gangi í þrjá daga og það gerðist ekkert
— Fanney Svansdóttir (@fanneysvansd) August 24, 2020
Zenaði aðeins yfir mig í yoga nidra, sofnaði og vaknaði við hàtt og snjallt prump, mitt eigið semsagt. Takk fyrir mig very nice omm omm namstafsakið???♀️
— Sunna Ben (@SunnaBen) August 24, 2020
Kona á undan mér í Melabúðinni í fyrradag lét afgreiðslumanninn “losa sig við klink”, let hann skipta ca 1.500 kr. í smápeningum. 10 mín sena & gæinn í latex að reyna að telja. Biðröð að kjúkling í miðjum heimsfaraldri.
Meira að segja ég hefði haft vit á að skammast mín þarna.
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) August 23, 2020
Skólinn: Okkur þykir leitt að tilkynna það að foreldrar geta ekki fylgt börnunum sínum á skólasetningarnar í ár.
Foreldrar: pic.twitter.com/lJqHyYgIz1— Grettir Einarsson (@grettir_net) August 24, 2020
Barnsfaðir minn heldur að ég eigi við magavandamál að stríða. Það sem hann veit ekki er að „kúka” þýðir sitja ofan á klósettsetunni að skoða twitter í friði og ró. Hann vill endilega að ég fari og láti kíkja á þetta.
— Alma Mjöll (@AlmaMjoll) August 24, 2020