Um klukkan hálf ellefu í gærkvöldi fékk lögregla tilkynningu um brot á samkomutakmörkunum og var samkvæmið stöðvað. Þetta kemur fram á vef Fréttablaðsins
Í tilkynningu frá lögreglu segir meðal annars:
„Töluverð ölvun var í samkvæminu og voru flestir gestanna með áfengi við hönd. Lögreglumenn veittu athygli að enginn gestanna var með andlitsgrímur fyrir andliti. Lögreglumenn sögðu að nánast hvergi voru fjarlægðartakmörk virt. Lögreglumenn sáu aðeins 3 sprittbrúsa í salnum.“
Fréttablaðið segist hafa áreiðanlegar heimildir fyrir því að í samkvæminu hafi verið á milli 40-50 manns og að Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, hafi verið staddur í samkvæminu. En tilkynning barst í morgun frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu þar sem greint var frá því að einn ráðherra í ríkisstjórn Íslands hafi verið meðal gesta í samkvæminu.