Líkt og mbl.is greindi frá í gær er hópur ísraelskra ferðamanna hér á landi, um 30-40 talsins, og eru þeir allir smitaðir af covid-19. Talið er að einn úr hópnum hafi smitast í fluginu á leið til Íslands og svo smitað hina.
Unnið verður að því í að dag að flytja fólkið af farsóttarhúsum og Landspítala, í sjúkraflug til heimalands síns.
„Ísraelsmenn hafa brugðist vel við því að sækja sitt fólk og eru að sækja bæði mjög veika sjúklinga og þá sem eru minna veikir,“ segir Sigurjón Hendriksson, varðstjóri hjá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins í samtali við mbl.is. „Þetta léttir svolítið á sóttvarnahúsunum og jafnvel spítalanum,“ segir hann.