Söngvakeppnin 2020 fór fram í Laugardalshöll í gærkvöldi og báru Daði og Gagnamagnið sigur úr bítum. Munu þau vera fulltrúar Íslands í Eurovision í Hollandi í vor. Að vanda var mikið um að vera á Twitter á meðan á keppninni stóð í gærkvöldi.
Tengdó sagði í dag að hún héldi með Davíð úr Gagnagrunninum… #12stig #songvakeppnin @dadimakesmusic
— Friðrik Ari (@FrikkiAri) March 1, 2020
Söngvakeppnin hafði svo mikil áhrif hér á heimilinu að þegar ég fretaði, óvart, í áttina að konunni þá fannst henni hún vera komin á svið og vindvélin væri á fullu blasti. Svo fannst henni þetta líka algjörlega óþarfi af mér. #12stig
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) February 29, 2020
„Afi, hvernig sigraðist mannkynið á COVID-19 veirunni?“
„Jú sjáðu til gullið mitt, það var samstillt átak veirufræðinga og kerfisfræðinga. Hér er mynd frá verðlaunaafhendingunni.“
#12stig pic.twitter.com/R7XTuc7GEm— Stefán Halldórsson (@Stebbi76) February 29, 2020
Var í Laugardalshöll í kvöld, sá Daða syngja 2,5x for út eftir seinna skiptið, tók leigubíl í annnan bil og svo þaðan heim, út með hundinn og ætlaði svo að fara tilbaka á RÚV til að sjá hver vann, nei útsendingin var ekki búin, hvernig? Hversu langt er þetta eiginleg? #12stig
— Svava Gretarsdóttir (@SvavaGretars) February 29, 2020
Ég verð að fá að sjá myndir af þessu barni sem lagið fjallar um í gagnamagns-galla. Hlýtur að sprengja alla krúttskala @dadimakesmusic #12stig
— Sólveig (@solveighauks) February 29, 2020
Þessi míkrafónn ??? þau líta út eins og lítil börn þarna #12stig pic.twitter.com/rBm4Yk8ljQ
— Ágústa Sif (@agustasifa) February 29, 2020
Síðustu 45 mínútur í þessari keppni hafa verið eins og ég ímynda mér hvernig samtöl eru þegar fólk vaknar að loknu one-night-standi og man EKKERT #12stig
— Katrin Oddsdottir (@kataodds) February 29, 2020
Daði fer áfram. Ég fer að sofa sáttur. Núna má koronaveiran tröllríða fjölmiðlum næstu mánuðum, mér er sama. #12stig
— Indriði E Reynisson (@IndridiReyniss) February 29, 2020
Stóð alltaf í þeirri trú að textinn í Rangur maður væri „og Siggi og Grétar í Stjörnunni“ og hélt það væru einhverjir frægir fótboltamenn.
Tengdi svo áðan að textinn væri um Siggu og Grétar í Stjórninni …. #12stig
— Johanna Gisladottir (@jogislad) February 29, 2020
Mín vegna má Daði fara alltaf í júróvisjón framvegis. #12stig
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) February 29, 2020
Ég er gjörsamlega búinn á líkama og sál eftir þessa útsendingu. Þetta tók á. #12stig
— Elli Pálma (@ellipalma) February 29, 2020
Hlustaði Daði ekki á leiðbeiningar landlæknis? Snerti 20% af Íslandi á leiðinni upp á svið. #12stig
— Hörður Ágústsson (@horduragustsson) February 29, 2020
Sko…eitt með svona drykkjuleiki. Tæknimenn RÚV eiga EKKI að vera í þeim meðan á keppninni stendur!!!! #12stig
— Steingrímur Sævarr Ólafsson (@frettir) February 29, 2020
Any relation? #tongue #12stig #songvakeppnin #kiss pic.twitter.com/SszPKaVKnC
— Linda St (@LindaSteingrims) February 29, 2020
„Hvað segirðu, vantar þig genasplæsaða blöndu af Sóla Hólm og Geir Ólafs? Undarleg beiðni en það vill svo til……“#12stig pic.twitter.com/hCLmGjyWon
— Stefán Halldórsson (@Stebbi76) February 29, 2020
Sonur minn sem fæddist síðasta maí verður byrjaður í skóla áður en þessi útsending klárast #12stig
— Aron Leví Beck (@aron_beck) February 29, 2020
Við vitum þó allavega að það var sá sem kunni á tölvuna sem fór í sóttkví í gær. #12stig
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) February 29, 2020
Eins gott að það er hlaupár, aukadagurinn fer allur í þessa útsendingu #12stig
— Sigurbjörg Arna (@Sibbababb) February 29, 2020
Spooky #12stig pic.twitter.com/UTGmjc1rMC
— Ingunn Eitthvað (@IngaLalu) February 29, 2020
Dimma er eins og Staur frá Freyju, massa harðir að utan en mjúkir sem kremfylling að innan #12stig
— Sjúbídú (@Icefungirl) February 29, 2020
Fólk má segja það sem það vill um Dimmu en persónulega er ég bara þakklátur fyrir að einhver er að halda uppi heiðri super skinny jeans #12stig
— Atli (@atlisigur) February 29, 2020
„Hvernig gerum við óþægilega útsendingu enn verri?
Spurðu Daða hvort það væri ekki leiðinlegt að lenda aftur í 2sæti…“ #12stig— Friðrik Jónsson (@frikkiklippari) February 29, 2020
Leikþátturinn „Þessi hundur má fokka sér“ sló í gegn í kvöld. #12stig pic.twitter.com/44bDWsbOP8
— Stefán Halldórsson (@Stebbi76) February 29, 2020
ÞETTA ER BEST! #12stig https://t.co/s6IkXVRyre
— Gústav Bergmann (@Gustiab) February 29, 2020
Þegar þú ert kominn á annan tug mínútna af steypu og farin að ræða það að Hatarameðlimur sé húsritari í blokkinni sinni þá eru tíu mínútur síðan að þetta varð góð hugmynd. #12stig pic.twitter.com/hMFDQp7AlN
— Þórður S. Júlíusson (@thordursnaer) February 29, 2020
“er pabbi þinn ekki alltaf mamma þín og svona?” #12stig pic.twitter.com/XEzVmdqfB7
— Atli (@atlisigur) February 29, 2020
Brauðterta til heiðurs okkar manns #12stig pic.twitter.com/x4aQKIKwqN
— Engilbert Aron (@engilbertaron) February 29, 2020
Tvífarar dagsins #12stig pic.twitter.com/vORDrGRftk
— Reynir Jónsson (@ReynirJod) February 29, 2020
ef ég tæki skot fyrir hvert skipti sem rúv klikkar þá væri ég blind fokking fullur einmitt núna #12stig
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) February 29, 2020
Ég man ekkert, er Birgitta Haukdal að keppa? Þurfum í það minnsta 12 upprifjanir í viðbót #12stig
— Halldór Þór Halldórs (@Doraldiniho) February 29, 2020
Kærastinn minn var að segja „Var Stjórnin semsagt hljómsveit?“
?
Þarf ég að endurskoða þetta samband? #12stig
— Rannveig (@rannzig) February 29, 2020
Afhverju finnst mér eins og David Lynch hafi leikstýrt þessari Söngvakeppni?#12stig
— Björn Leó (@Bjornleo) February 29, 2020
Hver fann upp á því að láta keppendur skoða myndir af sér þegar einn er blindur? Ekki hneyksluð en hrikalega misheppnað #12stig
— Bylgja Valtýsdóttir (@eldhestur) February 29, 2020